RARIK í nýju og glæsilegu húsnæði á Selfossi
Þann 23. júní í sumar flutti RARIK starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4.
Húsið og aðstaðan er öll hin glæsilegasta en nýja aðstaðan felur meðal annars í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þá er þess vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur í framtíðinni. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð en lóðin öll er um 6.000 fermetrar, sem felur í sér stórt athafnasvæði, stóran lager og rúmgott þjónusturými.
Þá er sérstakt aðstöðuhús fyrir kerrur og rafstöðvar, hjólageymsla fyrir reiðhjól starfsmanna, þvottaplan fyrir bíla, búningsklefar fyrir karla og konur og aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott. Um 40 starfsmenn RARIK á Suðurlandi vinna í húsinu en fyrirtækið er líka með um 20 manna starfsstöð á Hvolsvelli.