Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 11. október 2023

RARIK í nýju og glæsilegu húsnæði á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 23. júní í sumar flutti RARIK starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4.

Húsið og aðstaðan er öll hin glæsilegasta en nýja aðstaðan felur meðal annars í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þá er þess vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur í framtíðinni. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð en lóðin öll er um 6.000 fermetrar, sem felur í sér stórt athafnasvæði, stóran lager og rúmgott þjónusturými.

Þá er sérstakt aðstöðuhús fyrir kerrur og rafstöðvar, hjólageymsla fyrir reiðhjól starfsmanna, þvottaplan fyrir bíla, búningsklefar fyrir karla og konur og aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott. Um 40 starfsmenn RARIK á Suðurlandi vinna í húsinu en fyrirtækið er líka með um 20 manna starfsstöð á Hvolsvelli.

Skylt efni: Rarik

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...