Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rauðþörungar gætu hjálpað mjög til að draga úr metanlosun nautgripa.
Rauðþörungar gætu hjálpað mjög til að draga úr metanlosun nautgripa.
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftslagslegu tilliti.

Langmest af losun gróður­húsalofttegunda nautgripa er úr meltingarfærum sem losna mest þegar gripirnir ropa við jórtur.

Nýlega var verkefni styrkt úr loftslagssjóði sem hefur þann tilgang að kanna áhrif íblöndunar rauðþörunga í fóður til verulegs samdráttar á þessari losun.

Hliðarstraumar úr öðru sjóeldi nýttir

Verkefnið heitir CircleFeed og hlaut styrk að fjárhæð 15 milljónir króna úr haustúthlutun Loftslagssjóðs, en það er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og þörungafyrirtækjanna Lava Seaweed og Isea. Að sögn Þorvaldar Arnarssonar, verkefnastjóra hjá Bændasamtökum Íslands, er tilgangurinn að sannreyna hvort mögulegt sé að draga út metanlosun nautgripa hér á landi, svo sem gert hefur verið erlendis með prýðilegum árangri. „Niðurstöður erlendis frá benda eindregið til þess að mögulegt sé að ná allt að 90 prósent samdrætti í metanlosun hjarðdýra með því að blanda tiltekinni tegund rauðþörunga í kjarnfóður.“ Þorvaldur segir að rauðþörungarnir verði ræktaðir hjá Lava Seaweed í aðstöðu þess á Reykjanesi. „Affall HS Orku verður nýtt til að ná kjörhita við ræktunina, auk þess sem hlýr sjór úr sæsniglaeldi Sæbýlis og kaldur sjór úr laxeldi verður endurnýttur til ræktunarinnar.

Þannig eru hliðarstraumar annarrar framleiðslu nýttir til að þörungar geti tekið upp þau næringarefni sem uppleyst eru í sjónum. Þarna munum við í raun notast við náttúrulegar aðstæður til að skapa okkar eigið hringrásarhagkerfi til ræktunar þörunganna. Affall eldisins er með næringarefnum sem þörungarnir sjúga til sín og þurfa þannig enga aðra fóðrun.“

Að sögn Þorvaldar munu svo þörungarnir verða þurrkaðir og unnir af Isea í Stykkishólmi áður en þeim er blandað í kjarnfóður. Landbúnaðarháskóli Íslands sér svo um að mæla metanlosun þeirra gripa sem valdir verða til verkefnisins, auk þess að annast efnagreiningar og aðra umsýslu.

„Ef við horfum til heildartalna í losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði þá liggur það fyrir að metanlosun nautgripa er langstærsti losunarvaldurinn. Ef okkur tekst að að nýta náttúrulegar aðstæður til þess að rækta náttúrulegt efni sem dregur umtalsvert úr metanlosun þá drögum við klárlega vagninn í átt til markmiða stjórnvalda um samdrátt. Þetta er virkilega spennandi verkefni,“ segir Þorvaldur. „Samkvæmt nýlegri skýrslu Eflu verkfræðistofu nemur metanlosun nautgripa hér á landi um 275 þúsund tonnum á ári, sem er næstum helmingur þess sem íslenski fiskveiðiflotinn losar. Það er því til mikils að vinna í þessu,“ bætir hann við.

Verkefninu verður hleypt af stokkunum í upphafi nýs árs og mun standa yfir allt árið. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...