Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þessi olíusía er úr BMW jeppa og bíllinn var kominn 70.000 fram yfir olíuskipti. Það tók 30 mín. að plokka síuna úr bílnum í mörgum pörtum.
Þessi olíusía er úr BMW jeppa og bíllinn var kominn 70.000 fram yfir olíuskipti. Það tók 30 mín. að plokka síuna úr bílnum í mörgum pörtum.
Mynd / HLJ
Fréttir 10. september 2018

Regluleg olíuskipti jafn nauðsynleg og matur mannfólks

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Viðhald véla er jafn nauðsynlegt þeim eins og fyrir okkur matur og drykkir. Að skipta um olíu á réttum tíma er regla sem ekki er sett að ástæðulausu sem leiðbeining í eigandahandbók sem tækinu fylgir. 
 
Það er hreint með ólíkindum hvað margir trassa að skipta reglulega um olíu eða fara viljandi fram yfir olíuskipti. Sem verkstæðismaður heyrir maður ýmsar sögur úr smurolíuhorninu:  
 
„Of dýrt að skipta um olíu, fer fram yfir olíuskipti viljandi af því að viðkomandi beitir vélinni svo mjúklega, ekkert að marka uppgefinn tíma á olíunni hér á Íslandi því að hér er svo kalt að olían dugir lengur.“ 
 
Allar þessar útskýringar eru rangar. Ef skipta á um olíu samkvæmt handbók á 10.000 km fresti á að gera það á 10.000 km fresti og engar undantekningar.
 
Ég hef séð nýlegan jeppling sem ekinn var 85.000 km og hann hafði aldrei farið í smurolíuskipti. Það tók okkur yfir 30 mínútur að plokka olíusíuna úr bílnum og það glamraði svo mikið í vélinni þegar bíllinn kom inn að það minnti á grjótmulningsvél. Þessi bíll fór út af verkstæðinu með nýja olíu og síu, en það glamraði samt í mótornum.
 
Vélin brennir olíu
 
Margir kannast við að þurfa alltaf að vera að bæta olíu á vélar. Oftast er orsökin út af einhverju sem á sér eðlilega útskýringu.
 
Bílar sem draga mikið kerrur og vagna eru í meiri hættuflokki en þeir sem aldrei draga neitt. Einnig getur verið orsökin að einhvern tíma hafi verið farið mikið yfir olíuskipti. Svo eru til bílar sem alltaf brenna einhverri olíu. Því er nauðsynlegt að mæla reglulega smurolíumagnið á bílnum (gott viðmið er 1000–2000 km fresti). 
 
Margar sjálfskiptingar eru með lokað kerfi og ekki hægt að mæla á þeim olíumagnið, það þýðir ekki að aldrei þurfi að skipta um olíuna eða að mæla á skiptingunni. Til eru verkstæði sem sérhæfa sig í að þjónusta sjálfskiptingar og um að gera að nýta sér þeirra þjónustu í að láta þá mæla á skiptingunni og skipta um sjálfskiptivökvann.
 
Litlar vélar viðkvæmar fyrir vetrarakstri
 
Á veturna er meiri líkur á að raki komist inn í vélina gegnum öndun vélarinnar, en þetta er algengt með litlar vélar sem ná ekki fullum vinnsluhita oft yfir veturinn og kólna á milli notkunar. 
 
Við kólnunina dregur vélin inn í sig rakt vetrarloftið og með tímanum verður smurolían ljósbrún. Þetta er hægt að sjá mjög auðveldlega með því að taka áfyllingartappann fyrir smurolíuna og kíkja inn í lokið að innanverðu. Ef inni í lokinu er ljósbrún froða/drulla er kominn tími á að skipta um olíu, jafnvel þó að langt sé í næstu olíuskipti samkvæmt smurbókinni.
 
Margbættur hljóðkútur sem væntanlega hefur tekið sinn tíma að gera við. Í flest ökutæki kostar pústkerfi sáralítinn pening.
 
Það sem er ónýtt, er ónýtt og á ekki að reyna að laga
 
Varahlutir kosta mismikið og eðlilegt að margir reyni að lappa upp á það sem er að gefa sig, en svo eru líka til varahlutir sem kosta svo lítið að ekki borgar sig að laga þá. 
 
Þetta á t.d. við um hljóðkúta, en að eyða löngum tíma í að sjóða í haugryðgaðan hljóðkút er ekki skynsamlegt ef maður metur vinnustundir hjá sjálfum sér á sæmileg laun. Að margsjóða í hljóðkút endar bara á einn veg, eftir margra tíma suðuvinnu er maður kominn yfir kaupverð á nýjum hljóðkút.
 
Mikið slitin dekk eru hættuleg
 
Dekkjaverð er í sögulegu lágmarki núna og að vera á lélegum dekkjum hefur bara ókosti, fyrir utan hættuna sem er fyrir hendi á lélegum dekkjum. 
 
Þegar dekk eru það mikið slitin að einungis eru eftir í munstrinu 2–3 mm getur bremsuvegalengd aukist um jafnvel tugi metra. Það getur hæglega skilið á milli lífs og dauða. 
 
Einnig að slitin dekk eru miklu gjarnari á að hirða í sig alls kyns rusl af veginum, s.s. nagla, skrúfur og oddhvasst grjót sem gata dekkin. 
 
Þegar dekk springur svo hjá manni er maður nánast alltaf að flýta sér, vont veður og maður í sparifötunum.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...