Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Mynd / Sandhóll
Fréttir 6. apríl 2020

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun og nú hefur hann sett á markað kaldpressaða repjuolíu fyrir hesta.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftár­hreppi, án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum sérlega vel. Olían er rík af Omega 3. Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur er 80–120 millilítrar á dag fyrir hvern hest. Repjuolía frá Sandhóli fyrir hesta er fáanleg í verslunum Líflands.

Bærinn Sandhóll er í Meðal­landi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt. Auk repjuolíunnar fyrir hesta hefur Örn nokkuð verið í sviðsljósinu fyrir ræktun á tröllahöfrum og vinnslu og markaðssetningu á íslensku haframjöli. Þá hefur hann einnig framleitt repjuolíu á flöskum til matargerðar.

Örn segir að hestamenn á Suðurlandi og  í Skagafirði hafi prófað olíuna frá honum í tvö til þrjú ár og séu ánægðir með útkomuna. Þeim þyki feldurinn t.d. meira gljáandi.

„Þess vegna langaði mig að gera tilraun með að setja þetta í sölu í samstarfi við Lífland.“
Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf.

Á Sandhóli hefur líka gengið mjög vel að rækta hafra.

„Við ætlum að setja núna niður í 100 hektara af höfr­um. Ætli við verðum ekki með um 60 hektara í repju. Staðan hjá okkur í höfrunum er þannig að þeir verða uppseldir. Við ráðum eiginlega ekki við mikið meira en þessa vinnslu þar sem afkastagetan okkar á haustin í þreskingu og þurrkun er ekki meiri, nema að fara þá út í miklar fjárfestingar. Það gætu því verið tækifæri fyrir fleiri þar sem mikill markaður er fyrir þetta. Ég held að syðstu hlutar lands­ins ættu að henta vel fyrir ræktun á höfrum en þeir þurfa langan vaxtartíma. Það þarf þó að hjálpa okkur bændum að finna réttu yrkin. Landbúnaðar­háskól­inn og Líf­land ætla því að gera hér yrkja­tilraunir í sumar,“ segir Örn Karlsson. 

Skylt efni: Sandhóll | repjuolía | hafrar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...