Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Einarsson, minkabóndi og formaður Sambands íslenskra loðdýra­bænda.
Einar Einarsson, minkabóndi og formaður Sambands íslenskra loðdýra­bænda.
Fréttir 9. júlí 2020

Ríkið styrkir og semur við loðdýrabændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verð á minkaskinnum hefur verið lágt undanfarin ár vegna mikils framboðs og í kjölfar COVID-19 hrundi salan. Ríkið hefur ákveðið að styrkja greinina um 80 milljónir króna í gegnum fóðurstöðvarnar með lægra fóðurverði. Styrkurinn er hluti að umhverfissamningi ríkisins við greinina.

„Ríkið hefur ákveðið að styðja þá tíu loðdýrabændur sem eftir eru á landinu og um leið að nýta umhverfiskosti greinarinnar til lengri tíma litið og gera umhverfissamning við greinina,“ segir Einar Einarsson, minkabóndi og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.

Styrkurinn á þessu ári er 80 milljónir króna sem fara til fóðurstöðva og nýtist minkabændum sem niðurgreiðsla á fóðri.

Einar segir að næsta skinnauppboð Köbenhagen Fur verði 9. júlí næstkomandi. „Upphaflega stóð til að það yrði hefðbundið uppboð með fólki í salnum en því var breytt í síðustu viku í uppboð á netinu vegna þess að COVID-19 er kominn aftur af stað í Kína.

Síðasta uppboð með fólki í salnum var í september á síðasta ári og uppboðið í febrúar var slegið af vegna COVID-19. Síðan þá hefur verið reynt að halda uppboð á netinu en þau hafa gengið illa. Lítil sala og verð lélegt.“

Versta sviðsmyndin

„Það er því mikið til af óseldun skinnum sem til stendur að bjóða til sölu á þessu ári. Slík staða er engan veginn góð fyrir markaðinn og verð í dag mjög lágt.

Versta sviðsmyndin er að ef öll skinnin fara óseld inn í næsta ár, eins og virðist vera að gerast á markaði með gærur og dún og allt meira og minna stopp.

Við vonum að sjálfsögðu að salan glæðist með haustinu en auðvitað er vonlaust að spá í framtíðina og sérstaklega á óvissutímum eins og núna.“

Einar segir að land­búnaðar­ráðherra, samgöngu- og sveitar­stjórnarráðherra og umhverfis­ráðherra hafi nýverið kynnt minnisblað um framtíð minka­ræktarinnar í ríkisstjórninni og að hún hafi samþykkt að styðja greinina tímabundið til að koma henni í gegnum þennan tíma.

„Í lok síðasta árs var starfandi starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem vann skýrslu um framtíðar­möguleika í minkarækt. Í skýrslunni er lagt til að gerður verði umhverfissamningur við greinina sem felur meðal annars í sér stuðning við fóðurstöðvar.

Hugmyndin er að fóðurstöðvarnar nýtist ekki eingöngu loðdýrabændum og að afurðastöðvum verði gert kleift að afsetja meira hráefni sem gæti nýst framleiðendum gæludýrafóðurs.

Umhverfissamningurinn gengur því bæði út á stuðning við bændur og fóðurstöðvarnar.“
Einar segir að þessi valkostur og jarðgerð séu með fáum kostum sem eru í boði ef banna á urðun á lífrænum úrgangi.

COVID-19 tröllriðið öllu

„Þar sem árið hefur gengið mjög illa það sem af er og COVID-19 tröllriðið öllum mörkuðum og engin skinn selst setti stjórn Sambands íslenskra loðdýrabænda sig í samband við Bændasamtökin. Í framhaldi af því sendi stjórn Bændasamtakanna erindi á atvinnu- og nýsköpunarráðherra og styrk til loðdýrabænda vegna ástandsins sem tengist COVID-19.

Það sem er nú að gerast er að ríkið er bæði að afgreiða þann styrk og semja við greinina á grundvelli skýrslunnar sem var samin um framtíð greinarinnar,“ segir Einar.

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...