Risagrasker vegur 605 kíló
Grasker eru vinsæl til útskurðar á Hrekkjavökunni og því stærri því betra. Óvíst er samt að nokkur hafi ímyndað sér að hægt væri að rækta grasker sem væri 605 kíló að þyngd.
Garðyrkjumaður nokkur við konunglega hallargarðinn Hyde Hall í Essex-héraði hefur fengið staðfest að graskerið sem hann dundaði sér við að rækta í sumar sé bæði stærsta og þyngsta grasker sem vitað er um að hafi verið ræktað utandyra á Bretlandseyjum til þessa. Graskerið sem um ræðir vó 605 kíló þegar það var vigtað á árlegu móti graskersræktunaráhugamanna í Southamton fyrir skömmu.
Þyngsta grasker sem vitað er um vó 1.054 kíló og var ræktað í Þýskalandi árið 2014.