Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þegar lítið er um snjó þurfa veiðimenn að leggja mikið á sig þar sem rjúpan heldur sig til hlés.
Þegar lítið er um snjó þurfa veiðimenn að leggja mikið á sig þar sem rjúpan heldur sig til hlés.
Mynd / Óskar Andri
Fréttir 13. nóvember 2023

Rjúpnaveiði fer vel af stað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veiðitímabilið hófst föstudaginn 20. október og segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís), það fara vel af stað.
Veiði verður heimiluð fimm langar helgar, eða frá föstudegi til þriðjudags, sem Áki segir aukningu frá fyrri árum. Nú sé opið fyrir veiði í samtals 25 daga, en þeir hafi ekki verið eins margir síðan 2006. Jafnframt séu þetta heilir dagar, en í fyrra hafi einungis mátt veiða hálfa daga. Síðasti veiðidagurinn verður 21. nóvember.

„Það er mjög gott að hafa svona marga daga til að velja úr,“ segir Áki. Hans markmið er jákvæð upplifun af veiðunum umfram fjölda fugla og skipti veðuraðstæður miklu máli.

Veiðimenn þurfi að leggja mikið á sig til að fanga bráðina þegar snjóinn skortir, en þá haldi rjúpan sig til hlés og feli sig milli steina og þúfna.

Áki Ármann Jónsson.

Fyrstu veiðidagarnir hafi einkennst af rigningu og hvassviðri, sérstaklega sunnanlands og á suð-vesturhorninu, sem leiði til þess að fuglarnir séu dreifðir og styggir.

Áki efast um að margir hafi farið til veiða í nágrenni Reykjavíkur, en af því sem hann hefur heyrt gekk veiðin prýðilega í öðrum landshlutum og ekki hafi verið merkjanlegur munur milli þeirra.

Stofninn yfir meðaltali

Áki segir rjúpnastofninn vera 30 prósent yfir meðaltali sem skýrist af venjulegum stofnsveiflum. Vöxtur hafi verið frá 2021 þegar stofninn var í lægð.

Samt sem áður hafi verið viðkomubrestur vegna vor- og sumarhreta síðustu tvö ár á norð-austurhluta landsins. Ungarnir séu sérlega viðkvæmir fyrir bleytu og kulda þegar þeir eru nýkomnir úr eggi. Unnið sé að nýrri stjórnar- og verndunaráætlun, sem byggist á því að veiðin fari fram í fimm daga skorpum eins og fyrirkomulagið er núna. Þá geti veiðin farið upp í allt að 45 daga ef stofninn stendur vel. Áki bendir á að gögn úr veiðikortakerfinu sýni að fjöldi leyfilegra veiðidaga hafi lítil áhrif á hversu oft veiðimenn ganga til rjúpna eða heildarveiðina.

„Þetta er jólamaturinn hjá tíu til tólf prósent þjóðarinnar samkvæmt könnunum,“ segir Áki.
Þessi tala hafi haldist nokkuð stöðug, en sveiflist þó aðeins í takt við aflabrögð. Rjúpur varðveitast í mörg ár í frysti og geymi veiðimenn gjarnan fugla til hörðu áranna.

Að jafnaði þurfi einn fugl til að metta hvern fullorðinn veislugest og samkvæmt könnunum sem Skotvís gerir meðal sinna félaga þá þarf hver veiðimaður að meðaltali níu rjúpur hver jól fyrir sína fjölskyldu. Að lokum segist Áki hvetja til hófsamra veiða eins og áður.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...