Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalveiða ofan í kjölinn.

Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, verður formaður starfshópsins, sem falið verður að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að starfshópnum sé ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Eigi valkostir bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni á veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar.

Ekki kemur fram hvenær áætlað er að hópurinn skili af sér. Hópinn skipa, ásamt Þorgeiri, þau dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við HÍ, Árni Kolbeinsson, fv. forseti Hæstaréttar, dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar HÍ og dósent í stjórnsýslurétti.

Skylt efni: hvalveiðar

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...