Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Mynd / TB
Fréttir 1. ágúst 2016

Sælkerahöll í Holtagörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fasteignafélagið Reitir hyggst opna veitinga- og matarmarkað að erlendri fyrirmynd í Vogahverfinu í Reykjavík. „Við erum að auglýsa eftir aðilum sem vilja taka þátt í þessu með okkur og höfum þegar fengið fyrirspurnir frá áhugasömum smásölum,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita. 
 
Áformað er að opna veitinga- og matarmarkaðinn í Holtagörðum undir nafninu Sælkerahöllin.
Friðjón segir að fyrstu viðbrögð lofi góðu, en um 1.500 fermetra svæði verði til að byrja með ráðstafað undir starfsemina.  „Við höfum möguleika á að stækka ef áhuginn reynist mikill,“ segir hann.
Básafyrirkomulag verður í Sælkerahöllinni þar sem 12 fermetra rými eða stærra er í boði.
 
Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne í Kaupmannahöfn og Borough Market í London þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun gesta. „Það er vaxandi eftirspurn eftir t.d. lífrænum vörum og matvælum beint frá býli, fólk vill í meira mæli fá að vita eitthvað um þann mat sem það kaupir, ekki bara grípa eitthvað frosið í næsta stórmarkaði,“ segir Friðjón.
 
Stóru verslunarrýmin, sem mjög voru í tísku í eina tíð, eiga undir högg að sækja, annars konar fyrirkomulag sé að ryðja sér til rúms, líkt og það sem fyrirhugað er að setja upp í Holtagörðum þar sem margir einyrkjar koma saman undir sama þaki og bjóða hollar og góðar vörur, skapa lifandi markaðsstemningu með lífi og fjöri. Áhersla verður á ferskleika, íslenska matargerð og hráefni beint frá framleiðendum og eins er gert ráð fyrir að hægt verði að njóta veitinga á staðnum eða grípa þær með.
 
Mikill fjöldi þegar á ferli á þessum slóðum
 
Friðjón bendir á að Holtagarðar gegna nú stóru hlutverki sem samgöngumiðstöð en um hana fari um 600 þúsund ferðamenn á ári. Í húsinu eru líka verslanir og önnur starfsemi sem heimamenn sækja í miklum mæli. Þá búa um 14 þúsund manns í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum og veruleg fjölgun íbúða ráðgerð á næstu árum. Á markaðnum gæti því orðið skemmtilegt samspil heima- og ferðamanna. Til að auka enn á upplifun gesta markaðarins er ætlunin að bjóða upp á afþreyingu, sýningar, tónleika eða aðra listviðburði.
 
„Nú bíðum við viðbragða og munum fara yfir umsóknir í haust og sjá hvert þetta leiðir. Ef allt gengur að óskum stefnum við á að opna í kringum næstu áramót,“ segir Friðjón.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...