Sala á lambakjöti 25 prósent meiri en í fyrra á fyrsta ársfjórðungi
Sala á lambakjöti fyrstu þrjá mánuði ársins var 25,1 prósent meiri en á sama tíma í fyrra.
Raunar eykst sala á öllum kjöttegundum nema hrossakjöti, en mest er aukningin í lambakjöti. Síðan kemur nautakjöt með tæplega 24 prósenta aukningu, sala á alifuglakjöti eykst um 6,4 prósent og auking í svínakjöti er 4,5 prósent.
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að aukin meðvitund um hollustu og gæði, góð páskasala og öflugt markaðsstarf séu líklega helstu orsakaþættirnir fyrir söluaukningunni.