Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi, skráning hefst í september.

Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi.

Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi:

  • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­útvegs
  • Þróun í frystitækni
  • Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða
  • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg
  • Hvernig löðum við til okkar fólk?
  • Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?
  • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri
  • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi
  • Hverjir borða íslenskan fisk?
  • Umbúðalausnir, staða og þróun
  • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg
    ábyrgð
  • Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni
  • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra
  • Orkuskipti og innviða­ uppbygging

Hvatningarverðlaun Sjávar­útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...