Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði á ráðstefnunni í ár er samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi, skráning hefst í september.

Á ráðstefnunni mun verða farið yfir fjölbreytt efni tengt sjávarútvegi í 16 málstofum og erindi um 70 talsins að sögn forsvarsmanna en dagskráin er þó enn í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti verður gefið út í lok október. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur þeirra sem starfa í sjávarútvegi.

Viðfangsefnin nú eru m.a. þessi:

  • Samfélagsleg ábyrgð sjávar­útvegs
  • Þróun í frystitækni
  • Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða
  • Verndun hafsvæða – áhrif á sjávarútveg
  • Hvernig löðum við til okkar fólk?
  • Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?
  • Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri
  • Siglum í átt að hringrásarhagkerfi
  • Hverjir borða íslenskan fisk?
  • Umbúðalausnir, staða og þróun
  • Matvæla­ og fæðuöryggi sjávarútvegs
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg
    ábyrgð
  • Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni
  • Hollar sjávarafurðir og ímynd þeirra
  • Orkuskipti og innviða­ uppbygging

Hvatningarverðlaun Sjávar­útvegsráðstefnunnar og TM verða veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs, eins og segir í fréttabréfi ráðstefnunnar.

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.