Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Mynd / ghp
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntastofnanir. Árangurstengd fjármögnun á að gera háskólum kleift að sækja fram í takt við þróun samfélagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umbunar þeim háskólum sem starfa saman og sameinast.

Jarðræktarmiðstöð við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri er fjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun, með tveggja ára framlagi, með alls 600 m.kr., og mun bygging hennar hefjast árið 2025, að því er fram kemur í nýrri tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, segir mikilvægt að miðstöðin verði nýtt af fleiri háskólum en eingöngu LbhÍ. Skólinn geti gert betur og náð meiri árangri með auknu samstarfi og samvinnu við aðra háskóla.

Styður við uppbyggingu á Hólum

„Ég hef ýtt undir aukið samstarf háskóla og sett á hvata til þess að skólarnir vinni meira saman, þannig nýtum við fjármuni betur og náum meiri árangri í háskólastarfi. Skólarnir hafa sjálfir tekið forskot í því að ræða sameiningar en ég hefði viljað sjá Landbúnaðarháskólann taka virkari þátt í samtalinu. Ég hef stutt rækilega við að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sameinist en einnig við uppbyggingu sjálfstæðrar sterkrar háskólaeiningar á Hólastað sem með samstarfi nýtir sér stærð og styrkleika Háskóla Íslands. Það starf er leitt á forsendum Háskólans á Hólum en í Skagafirði eru gríðarleg uppbyggingartækifæri á námi sem tengjast atvinnulífinu, hvort sem við horfum til fiskeldis, ferðaþjónustu eða hestamennsku. Með samvinnu Hólaskóla og HÍ var auðveldara að styðja við og byggja upp húsnæði og aðstöðu á svæðinu.“ Landbúnaðarháskólinn hafi hins vegar ekki sótt um stuðning til þess að ráðast í uppbyggingu á grundvelli sameininga eða samstæðu. „En ég trúi því að það felist gríðarleg tækifæri til stóraukins samstarfs eða sameiningar til að byggja meira upp á Hvanneyri og bjóða þar upp á fjölbreyttara nám,“ segir Áslaug Arna.

Gildi landbúnaðarmenntunar

Hún hefur fundað með háskólaráði LbhÍ en uppbygging Jarðræktarmiðstöðvarinnar hefur verið þar forgangsmál um allnokkurt skeið. Með fjárveitingu í gegnum nýja fjármálaáætlun er ljóst að af byggingunni verður. Áslaug Arna segist hafa skynjað mikla jákvæðni gagnvart samstarfi LbhÍ og HÍ við notkun á nýrri jarðræktarmiðstöð. „Það þykir mér mjög gott og ég er ánægð með sóknina sem ég heyrði í háskólaráði yfir tækifærunum sem í þessu gæti falist.“

Gildi landbúnaðarmenntunar á háskólastigi hefur, að sögn Áslaugar Örnu, sjaldan verið mikilvægara. „Í því liggja tækifærin á bak við sókn í matvælaframleiðslu, enda krefst hún menntunar í takt við þá framþróun sem er að verða í heiminum öllum. Ég held að framsækni í rannsóknum á þessu sviði sé gríðarlega mikil. Við höfum verið að leitast við að bæta bæði innviði og aðstöðu til landbúnaðarmenntunar og þar hefur Landbúnaðarháskólinn verið leiðandi.“

Hún vitnar í nýlega könnun Alþjóðaefnahagsráðsins sem leiddi í ljós nauðsyn þess að sækja fram í tækni og nýsköpun á sviði landbúnaðar. „Ég vil sjá landbúnað á Íslandi í enn meiri sókn. Við þurfum að styrkja bændur til að breyta störfum sínum í takt við nýjar áskoranir og nýta þau gríðarlegu tækifæri sem fyrir honum liggja. Við höfum allt til þess, þekkinguna, metnaðinn, reynsluna og endalaust af frábæru fólki í faginu. Landbúnaður er víðtækur og fjölbreyttur og samofinn svo mörgum öðrum áskorunum. Við höfum ótrúlega góða sögu að segja þegar kemur að sjálfbærni í matvælaframleiðslu og ég trúi því einlægt að við getum gert enn betur.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...