Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson taka á móti gestum matsölunnar með brosi á vör.
Þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson taka á móti gestum matsölunnar með brosi á vör.
Mynd / sp
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu íslensku yfirbragði, nefnt Laufey Welcome Center. Er það eitt nokkurra en eigendur fyrirtækisins áætla að bjóða upp á áningarstaði víða um landið.

Þjónstumiðstöð þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og íslenskur menningararfur sem innblástur hönnunar. 

Þar innan er hátt til lofts og vítt til veggja, gólfsíðir gluggar og auðvitað matsölustaður þar sem þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson standa vaktina.

„Dyrnar opnuðust hérna seint í sumar, þannig að margir hafa notið góðs af síðustu vikur,“ segja þau og benda á að hér geti fólk á ferðinni áð, fengið sér kaffisopa og með því áður en haldið er lengra. Aðspurð segja þau bollann réttum megin við fimmhundraðkallinn og ljómandi góðan.

Stefnt er að því að hafa opið öðrum megin í húsinu allan sólarhringinn svo atvinnubílstjórar eða aðrir ferðalangar geti rétt úr sér, nýtt sér salerni og fengið sér hressingu. Sjálfsafgreiðsla verður í boði síðla nætur, hægt verður að fá sér ýmis drykkjarföng og meðlæti en þeir sem sjái fyrir sér að vera með ólæti ættu að hugsa sig tvisvar um því bæði öryggismyndavélar og hitaskynjarar séu á staðnum.

Upplýsingaskjái er að finna í húsinu með íslensku fræðsluefni, salerni af bestu gerð, m.a. útbúin með leiðbeiningum fyrir blinda í talmáli og blindraletri. Einnig geta eigendur rafbíla prísað sig sæla því fyrir utan bygginguna má finna rafhleðslustöðvar.

Upplýsingaskjáir sem koma ferðalöngum að góðum notum.

Fram kemur í upplýsingum frá fyrirtækinu að stefnt sé að því að bjóða framleiðendum og handverksfólki í nágrenninu að selja og eða kynna vörur sínar sem þá munu ekki vera í samkeppni við rótgróna þjónustuaðila. „Við viljum samvinnu fremur en samkeppni.“

Vefsíða þeirra sýnir m.a. kort þar sem áætlaðar hafa verið staðsetningar svipaðra móttökustöðva sem efla eiga þjónustu nærumhverfis og ferðafólks með verndun náttúruauðlinda í fyrirrúmi.

Guðbjörg og Björgvin eru ánægð með þessa þróun og segja ferðamannastrauminn jafnan og þéttan, bæði íslenskan og erlendan. Nokkuð sé um að fólk á leið til Vestmannaeyja staldri við og fái sér hressingu áður en lagt er úr Landeyjahöfn, enda ekki úr vegi að heimsækja þennan afbragðs áningarstað.

Það er hátt til lofts og nægt rými til athafna. Bak við vegginn má finna sjálfsala með ýmiss konar hressingu.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...