Henrik Nordtun Gjertsen.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Mynd / ál
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til þess að fylgjast með hvað er að gerast í nágrannalöndunum og læra af hvert öðru þegar kemur að málefnum ungra bænda.

Henrik Nordtun Gjertsen, formaður Samtaka ungra bænda í Noregi (NBU), veitir Nordic Young Farmers (NYFA) forystu. Hann segir ungliðahreyfingarnar á Norðurlöndunum nokkuð ólíkar þó svo að vandamálin séu sambærileg. Hann nefnir sem dæmi að í sumum löndum eru samtök ungra bænda deild innan hinna eiginlegu bændasamtaka, á meðan í Noregi eru NBU sjálfstæð samtök, þó svo að þau séu með skrifstofu í sömu byggingu og fulltrúi frá þeim sé í stjórn Norges Bondelag.

NBU eru regnhlífarsamtök fyrir minni félög ungs fólks í sveitum og dreifðari byggðum í Noregi og því ekki afmörkuð við bændur. Meðlimir NBU eru í kringum 7.000 og að auki við hagsmunagæslu byggir starfið á minni viðburðum sem svæðisfélögin skipuleggja og stærri hátíðum sem félagsmenn alls staðar að af landinu sækja.

Henrik kemur frá eplabýli í vesturhluta Noregs og hefur hann lengi verið virkur í félagsmálum bænda. Hann fer með forystu NYFA samhliða því sem norsku bændasamtökin eru kyndilberar Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), samstarfsvettvangi bændasamtaka á Norðurlöndunum. Norðurlöndin skipta formennskunni í NBC og NYFA á milli sín þar sem hvert land fer með formennsku í
báðum samtökum í tvö ár.

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...