Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Mynd / ál
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til þess að fylgjast með hvað er að gerast í nágrannalöndunum og læra af hvert öðru þegar kemur að málefnum ungra bænda.

Henrik Nordtun Gjertsen, formaður Samtaka ungra bænda í Noregi (NBU), veitir Nordic Young Farmers (NYFA) forystu. Hann segir ungliðahreyfingarnar á Norðurlöndunum nokkuð ólíkar þó svo að vandamálin séu sambærileg. Hann nefnir sem dæmi að í sumum löndum eru samtök ungra bænda deild innan hinna eiginlegu bændasamtaka, á meðan í Noregi eru NBU sjálfstæð samtök, þó svo að þau séu með skrifstofu í sömu byggingu og fulltrúi frá þeim sé í stjórn Norges Bondelag.

NBU eru regnhlífarsamtök fyrir minni félög ungs fólks í sveitum og dreifðari byggðum í Noregi og því ekki afmörkuð við bændur. Meðlimir NBU eru í kringum 7.000 og að auki við hagsmunagæslu byggir starfið á minni viðburðum sem svæðisfélögin skipuleggja og stærri hátíðum sem félagsmenn alls staðar að af landinu sækja.

Henrik kemur frá eplabýli í vesturhluta Noregs og hefur hann lengi verið virkur í félagsmálum bænda. Hann fer með forystu NYFA samhliða því sem norsku bændasamtökin eru kyndilberar Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), samstarfsvettvangi bændasamtaka á Norðurlöndunum. Norðurlöndin skipta formennskunni í NBC og NYFA á milli sín þar sem hvert land fer með formennsku í
báðum samtökum í tvö ár.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...