Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Sauðfjárbændur skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð

Höfundur: Ritstjórn

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) skora á sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað. Áskorunin er birt á vef samtakanna. 

Þar segir ennfremur:  „Verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda verða að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.“

Breytinga er þörf

„Greinin nýtur velvilja þjóðarinnar, meirihluti hennar telur lambakjöt til þjóðarréttarins og neysla er meiri en víðast annars staðar. Þá hefur íslenska lambið notið vinsælda meðal ferðamanna. Það borgar hins vegar ekki reikningana frekar en yndisarðurinn. Breytinga er því þörf, leiðréttingar á afurðaverði á þeim frjálsa markaði sem við búum við eða að öðrum kosti stórra kerfisbreytinga, ef greinin á að lifa.  

Þess vegna skorum við jafnframt á fyrirtækin að senda okkur, sauðfjárbændum öllum, skilaboð um það hvert þau stefna með afurðaverð á næstu árum eða með öðrum orðum hvort sauðfjárrækt á Íslandi sé lífvænleg grein eða ekki. Við núverandi afurðaverð, útflutningsverð, framleiðslukostnað og sláturkostnað er hún það ekki,“ segir einnig á vef LS.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...