Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Elín Oddleifsdóttir og Eiríkur Egilsson tóku við viðurkenningunni úr hendi Rafns Bergssonar.
Elín Oddleifsdóttir og Eiríkur Egilsson tóku við viðurkenningunni úr hendi Rafns Bergssonar.
Mynd / smh
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bændasamtaka Íslands árið 2024 á Deildarfundi nautgripabænda 13. febrúar.

Á Seljavöllum búa þau Elín Oddleifsdóttir og Eiríkur Egilsson og veittu þau viðurkenningunni viðtöku á fundinum, sem haldinn var á Hilton Nordica hótelinu.

Sómi sinnar sveitar

Í rökstuðningi fyrir útnefningunni kemur fram að búið sé glæsilegt í alla staði, sómi sinnar sveitar og ásýnd þess sé ábúendum og mjólkurframleiðendum til mikils sóma. „Kýrnar á búinu eru afurðasamar auk þess sem búið hefur lagt hinu sameiginlega ræktunarstarfi til kynbótagripi. Rekstur búsins er traustur og allar ákvarðanir teknar að vel athuguðu og ígrunduðu máli. Þá hafa þau Elín og Eiríkur tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði heima fyrir og á vettvangi greinarinnar, og njóta bæði trausts og virðingar,“ segir í rökstuðningnum.

Þar kemur enn fremur fram að byggt hafi verið nýtt legubásafjós með mjaltaþjóni árið 2005 og ársframleiðslan sé nú 500 þúsund lítrar mjólkur og kýrnar séu um 65 talsins.

Kartöflurækt og mjólkurframleiðsla

Býlið var stofnað á sjötta áratug síðustu aldar úr landi Árnaness af foreldrum Eiríks, Agli Jónssyni og Halldóru Hjaltadóttur.

Árið 1978 stofnuðu þau félagsbú með sonunum, Eiríki og Hjalta, og var þar einkum stunduð mjólkurframleiðsla og kartöflurækt.

Árið 1999 var búinu skipt upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar og tóku Hjalti og Birna, kona hans, við kartöfluræktinni en Elín og Eiríkur mjólkurframleiðslunni.

Samhent fjölskylda

Eiríkur segir í samtali við blaðamann að ákvörðunin um uppskiptinguna á búinu hafi verið tekin meðal annars vegna þess að það var tímabært að ráðast í endurnýjun á húsakosti, bæði í mjólkur- og kartöfluframleiðslunni.

„Svo var talið hentugt fyrirkomulag að skipta búrekstrinum bara upp eftir áhugasviðum okkar.

Fjölskyldan hefur verið samhent og börnin virkir þátttakendur. Það er kannski aðalástæðan fyrir því að okkur hefur gengið vel,“ segir hann. „Við höfum alltaf haft metnað til að gera betur í dag en í gær.“

Elín bætir við að varðandi einstaka þætti í búskapnum þá hafi þau lagt áherslu á eigin heilfóðurframleiðslu á undanförnum árum eftir að þau fengu sinn heilfóðurblandara og þá notað minna af aðkeyptu kjarnfóðri.

„Þá opnuðust svo margir möguleikar,“ heldur Eiríkur áfram. „Við höfum til dæmis ræktað korn og nýtt kartöflur, frá Hjalta bróður og frændum okkar í Akurnesi, til okkar eigin fóðurframleiðslu,“ segir hann.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: nautgripabændur

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.