Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skaftholtsréttir.
Skaftholtsréttir.
Fréttir 2. september 2018

Sendið myndir af réttum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Réttir eru víða hafnar en af því tilefni óskar Bændablaðið eftir ljósmyndum af öllum réttum landsins. Tilgangurinn er að nota myndirnar á nýrri upplýsingasíðu á netinu sem er í smíðum. Myndir af bæði fjár- og stóðréttum óskast sendar á netfangið tb@bondi.is eða merktar inni á Facebook eða Instagram með myllumerkinu „#réttir2018“ ásamt upplýsingum um heiti rétta og myndasmiðs. Skilyrðin eru að myndirnar sýni réttirnar og umhverfi þeirra. Áskilinn er réttur til að birta myndirnar á netinu.
 
Gisting á Hótel Sögu og bókar­verðlaun
 
Dregið verður úr nöfnum þeirra ljósmyndara sem senda réttarmyndir og fær einn þeirra að launum gistingu fyrir tvo á Hótel Sögu ásamt morgunmat. Þrír myndasmiðir til viðbótar fá senda veglega bókargjöf.
 
Bændablaðið birtir lista yfir fjár- og stóðréttir hér. Fjárréttir á listanum eru alls 181 talsins og stóðréttir 18. Það er vinsælt að fara í réttir en þeir sem hyggjast leggja land undir fót eru hvattir til að fara gætilega og taka tillit til fólks og búfénaðar.
 
Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...