Sendið myndir af réttum
Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Réttir eru víða hafnar en af því tilefni óskar Bændablaðið eftir ljósmyndum af öllum réttum landsins. Tilgangurinn er að nota myndirnar á nýrri upplýsingasíðu á netinu sem er í smíðum. Myndir af bæði fjár- og stóðréttum óskast sendar á netfangið tb@bondi.is eða merktar inni á Facebook eða Instagram með myllumerkinu „#réttir2018“ ásamt upplýsingum um heiti rétta og myndasmiðs. Skilyrðin eru að myndirnar sýni réttirnar og umhverfi þeirra. Áskilinn er réttur til að birta myndirnar á netinu.
Gisting á Hótel Sögu og bókarverðlaun
Dregið verður úr nöfnum þeirra ljósmyndara sem senda réttarmyndir og fær einn þeirra að launum gistingu fyrir tvo á Hótel Sögu ásamt morgunmat. Þrír myndasmiðir til viðbótar fá senda veglega bókargjöf.
Bændablaðið birtir lista yfir fjár- og stóðréttir hér. Fjárréttir á listanum eru alls 181 talsins og stóðréttir 18. Það er vinsælt að fara í réttir en þeir sem hyggjast leggja land undir fót eru hvattir til að fara gætilega og taka tillit til fólks og búfénaðar.