Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einnota andlitsgrímur eru ekki bara orðinn undirstöðuhlutur í lífinu, heldur líka af landslaginu. Þær rata víðar, meira að segja á fáfarnar slóðir.
Einnota andlitsgrímur eru ekki bara orðinn undirstöðuhlutur í lífinu, heldur líka af landslaginu. Þær rata víðar, meira að segja á fáfarnar slóðir.
Fréttir 21. febrúar 2022

Sérstaða einnota andlitsgríma

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ertu með lyklana? Símann? Fyrir þremur árum hefði varla neinn órað fyrir því að ein af undirstöðuhlutum sem hver manneskja þyrfti að hafa meðferðis á leið út úr húsi væri andlitsgríma.

Dagleg notkun andlitsgríma hefur verið skylda ef fólk vildi fara að heiman og í opinber rými á undanförnum tveimur árum vegna faraldurs Covid-19. Rétt brúkun grímunnar felur í sér að láta hana hylja bæði munn og nef og mun það stöðva dropasmit og því mikilvæg sóttvörn, sér í lagi þar sem erfitt er að virða fjarlægðartakmarkanir. Einnota gríma dugir í þrjár til fjórar klukkustundir.

Stóraukin framleiðsla

Kína er stærsti framleiðandi einnota gríma í heiminum. Árið 2017 voru framleiddar 3,88 milljarðar gríma, árið 2018 voru þær 4,54 milljarðar og 5 milljarðar árið 2019. Árið 2020 tekur framleiðslan svo stökk og tvöfaldast, var 10,06 milljarðar og árið 2021 var framleiðslan 9,25 milljarðar einnota andlitsgríma samkvæmt tölfræðivefnum Statista.

Innflutningur á einnota andlits­grímum var ekki sérstaklega skrásettur hjá Tollinum eða Hag­stofunni fyrir faraldurinn, eins og gefur kannski að skilja.

En frá 22. maí árið 2020 hafa eftirlitsaðilarnir haldið utan um innflutning á grímum með sérstöku tollnúmeri. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar voru frá maímánuði 2020 og út árið 2021 flutt inn 68.852 kílógrömm af andlitsgrímum. Ekki liggur fyrir fjöldi eintaka en verð grímanna var rúmlega 237 milljónir, eða 237.424.195 kr. skv. Hagstofunni. Eðli málsins samkvæmt var langmest flutt inn frá Kína, eða 42% af öllum innfluttum einnota andlitsgrímum.

Grímur á undanhaldi

Þekkt er að ákveðin tískunöfn skjóta upp kollinum á nýburum á tíma­bilum. Þannig fæddust yfir 20 drengir sem fengu nafnið Rúrik, árið eftir glæstan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Evrópukeppninni árið 2016. Árin á undan höfðu þeir verið um 2-10 árlega.

Aftur á móti hefur fjöldi drengja sem heita Grímur snarlega lækkað undanfarin tvö ár. Þannig fæddust sjö drengir með eiginnafnið Grímur árið 2017, fimm árið 2018. En árið 2019 fengu tveir drengir nafnið, enginn árið 2020. Gríma hefur þó haldið jaðarstöðu sinni, ein stök Gríma fæðist ár hvert bæði fyrir og eftir Covid, að er einföld nafnaleit í Íslendingabók leiðir í ljós.

Skylt efni: andlitsgrímur Covid

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...