Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjölmenni var við setningarathöfnina. Talið er að um 400 manns hafi hlýtt á ræðu formannsins.
Fjölmenni var við setningarathöfnina. Talið er að um 400 manns hafi hlýtt á ræðu formannsins.
Mynd / smh
Fréttir 29. febrúar 2016

Setningarræða Búnaðarþings 2016: Skoðanakönnun leiddi til breytinga að betri sátt

Höfundur: smh

Í setningarræðu Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands (BÍ), fyrir Búnaðarþing 2016, kom fram að það hafi komið í ljós í skoðanakönnun meðal kúabænda að talsvert ósætti hafi verið um afnám kvótakerfis eins og lá fyrir í búvörusamningsdrögum. Því voru breytingar gerðar, til að ná betri sátt. 

Endurskoðunarákvæði tvisvar á samningstímanum

Sindri áréttaði að þó samningarnir væru til tíu ára væru endurskoðunarákvæði tvisvar á samningstímanum; árin 2019 og 2023. „Það er nýmæli að gildistíminn sé þetta langur, en ástæða þess er að með samningunum er verið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á starfsumhverfi landbúnaðarins sem kallar á langtímahugsun. Endurskoðanirnar gera það að verkum að samningarnir verða lifandi plagg og gefa samningsaðilum tækifæri til að meta hvernig til hefur tekist og leggja mat á framhaldið.“ Meginmarkið samninganna væri að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri.  Að öðru leyti fór Sindri ekki sérstaklega í efnisatriði samninganna, en nefndi þó kergju í röðum svínabænda og að þeir íhugi úrsögn úr BÍ. Ástæðan sé ósætti við niðurstöðu búvörusamninga varðandi stuðning til uppbyggingar svínabúa, til að mæta kröfum aðbúnaðarreglugerða.  Sindri sagði að það væri þó gert ráð fyrir einhverjum framlögum á fyrri hluta samningstímans, en svínabændum þætti þau ganga allt of skammt. „Ég hef skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram, en þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri.

Sóknarsamningar fyrir landbúnaðinn

Sindri sagði í ræðunni að hann teldi samningana vera sóknarsamninga fyrir landbúnaðinn þótt þeim fylgdi vissulega óvissa. Hann lagði áherslu á Ísland nýtti sér ákveðan sóknarmöguleika í þeirri þróun sem væri í gangi á heimsvísu. „Aukin eftirspurn er úr ýmsum áttum, með áherslu á heilnæmi og gæði landbúnaðarvara, takmörkun vistspors, staðbundinn mat og hugmyndafræði Slow Food í stað verksmiðjuframleiðslu stórra fyrirtækjasamsteypa. Íslenskur landbúnaður á þar mörg tækifæri.

Margoft hefur verið bent á að eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem eru sérstaða íslensks landbúnaðar er að hér er sýklalyfjanotkun í algeru lágmarki. 

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarnamiðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf víða notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði og fram eru komnar ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Landbúnaðurinn á heimsvísu glímir við margar áskoranir. Fólki fjölgar stöðugt og um leið gera neytendur meiri kröfur til upplýsinga um hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er framleiddur og við hvaða aðstæður. Þar koma ekki síst inn umhverfisþættir. Um leið hugsa neytendur meira um að nýta matvælin betur og sóa þeim ekki, sem er afar þýðingarmikið,“ sagði Sindri.

Skylt efni: Búnaðarþing 2016

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...