Sex metra humar á þurru landi
Höfundur: MHH
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var nýtt listaverk formlega afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi.
Um er að ræða sex metra langan humar sem er yfir mannhæðar hár eftir listamanninn og skipstjórann Kjartan B. Sigurðsson í Þorlákshöfn. Það tók Kjartan fjóra mánuði að útbúa verkið, sem er úr trefjaplasti. Verkið er tileinkað hetjum hafsins og heitir „Humar við hafið“.
Humarinn, sem er glæsilegt listaverk við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi, stendur þar á þurru landi og vekur mikla athygli þeirra vegfarenda sem fara þar hjá eða koma við á veitingastaðnum.