Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Mynd / Sveinn Birgir Björnsson
Fréttir 12. desember 2023

Seyðfirskt atvinnulíf þarf nýja vaxtarsprota

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðfirðingar hafa komið á fót samráðshóp sem ætlað er að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum.

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á Seyðisfirði þótti rétt að huga að nýjum vinklum til að renna stoðum undir atvinnulíf staðarins. Hefur samráðshópurinn nú auglýst eftir hugmyndum um atvinnuskapandi starfsemi til framtíðar á Seyðisfirði og var frestur til að skila inn hugmyndum til 22. nóvember.

Að sögn Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, er gert ráð fyrir að samráðshópurinn skili af sér um mánaðamótin febrúar/ mars 2024. „Einhver viðbrögð hafa borist,“ segir Björn og segist jafnframt eiga von á að megnið komi inn síðustu dagana áður en frestur rennur út. „Við erum opin fyrir öllu,“ segir hann.

Fjöldi íbúa á Seyðisfirði er nú 693. 383 þeirra eru á aldrinum 17–59 ára, 135 eru 67 ára og eldri, 77 eru 60–66 ára og 98 á aldursbilinu 0–16 ára.

Skylt efni: Seyðisfjörður

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...