Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Mynd / Sveinn Birgir Björnsson
Fréttir 12. desember 2023

Seyðfirskt atvinnulíf þarf nýja vaxtarsprota

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðfirðingar hafa komið á fót samráðshóp sem ætlað er að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum.

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á Seyðisfirði þótti rétt að huga að nýjum vinklum til að renna stoðum undir atvinnulíf staðarins. Hefur samráðshópurinn nú auglýst eftir hugmyndum um atvinnuskapandi starfsemi til framtíðar á Seyðisfirði og var frestur til að skila inn hugmyndum til 22. nóvember.

Að sögn Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, er gert ráð fyrir að samráðshópurinn skili af sér um mánaðamótin febrúar/ mars 2024. „Einhver viðbrögð hafa borist,“ segir Björn og segist jafnframt eiga von á að megnið komi inn síðustu dagana áður en frestur rennur út. „Við erum opin fyrir öllu,“ segir hann.

Fjöldi íbúa á Seyðisfirði er nú 693. 383 þeirra eru á aldrinum 17–59 ára, 135 eru 67 ára og eldri, 77 eru 60–66 ára og 98 á aldursbilinu 0–16 ára.

Skylt efni: Seyðisfjörður

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...