Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur til Embluverðlaunanna fyrir starf sitt við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir.
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur til Embluverðlaunanna fyrir starf sitt við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir.
Mynd / Bbl
Fréttir 2. maí 2019

Sjö tilnefndir til Embluverðlaunanna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Norrænu Emblu-matarverðlaunin verða afhent í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá 7 keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Auglýst var eftir tilnefningum á öllum Norðurlöndunum og alls bárust 320 tilnefningar, þar af rúmlega 50 hér á Íslandi.

Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn árið 2017. Þau eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu.

Íslensku tilnefningarnar til Embluverðlaunanna eru eftirfarandi:

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019

Rjómabúið á Erpsstöðum. Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: Facebook

 

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019

Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.is

 

Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019

Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvid

 

Miðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.is

 

Mataráfangastaður Norðurlanda 2019

Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og býður upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.is

 

Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019

Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.is

 

Embluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019

Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.is

 

Dómnefnd kemur saman 31. maí

Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu.

Verðlaunin sjálf verða veitt í Hörpu í Reykjavík í samvinnu við Norrænu kokkasamtökin sem halda ársþing sitt á sama tíma í höfuðstaðnum.

Norræn bændasamtök halda Embluverðlaunahátíðina

Embluverðlaunin eru haldin af norrænum bændasamtökum með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Bændasamtök Íslands sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár en þau eru veitt á tveggja ára fresti.

Upplýsingar um alla þá 48 aðila, sem eru tilnefndir til Embluverðlaunanna frá öllum Norðurlandaþjóðunum, er að finna á vefsíðunni www.emblafoodawards.com

Nánar verður fjallað um þá sem tilnefndir eru til Embluverðlaunanna í næstu Bændablöðum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...