Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Þegar talað er um innflutning á erfðaefni er annaðhvort átt við innflutning á sæði holdanauta eða fósturvísum úr kúm frá Noregi.

Ekki eru allir sammála um ágæti innflutningsins. Gagnrýnendur hans segja innflutninginn leik að eldi og auki hættuna á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem ekki þekkist hér á landi. Umsagnaraðilar eru heldur ekki sammála um hvort sé betra að flytja inn sæði eða fósturvísa.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aftur á móti að gagnrýnin sé byggð á veikum grunni og vísar í áhættumat sem LK lét gera í tengslum við innflutning á sæði norskra holdanauta. Hann segir hættuna á að til landsins berist sjúkdómar með sæðinu hverfandi.

„Áhættumatið sem LK lét gera er mun víðtækara en það sem var framkvæmt af Matvælastofnun. Mat LK tekur til um 50 sjúkdóma en mat Matvælastofnunar ekki nema til 16.“

Frumvarpið er enn í meðförum Alþingis og bíður annarra og þriðju umræðu. Holdakýr hér á landi eru yfirleitt sæddar í júlí og fram í september og því skammur tími til stefnu eigi innflutningurinn að nýtast bændum á þessu ári.

– Sjá nánar á blaðsíðu 2 í Bændablaðinu,

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...