Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógardólgur handtekinn
Fréttir 10. mars 2015

Skógardólgur handtekinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Löggæslumenn ráðuneytis umhverfis og náttúruverndar í Brasilíu handtóku fyrir skömmu mann sem er talinn bera ábyrgð á um 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í landinu undanfarin ár.

Skógardólgurinn alræmdi sem um ræðir heiti Ezequiel Antônio Castanha og á hann yfir höfði sér, finnist hann sekur, allt að 50 ára dóm. Honum er gefið að sök að stjórna neti ólöglegra skógarhöggsfyrirtækja og sögunarmilla vítt og breitt um Brasilíu.

Starfsemi Castanha er sögð hafa verið svo stórtæk að hún sé völd að hátt í 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í Brasilíu undanfarin ár.

Áætlanir gera ráð fyrir að um 4.850 ferkílómetrar af skóglendi hverfi í Brasilíu á hverju ári vegna ólöglegs skógarhöggs. Í skóga tapast gríðarlegt magn af líffræðilegum fjölbreytileika á hverju ári um allan heim vegna skógarhöggs, hvort sem að er löglegt eða ólöglegt.
 

Skylt efni: Skógareyðing | Brasilía

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...