Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógardólgur handtekinn
Fréttir 10. mars 2015

Skógardólgur handtekinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Löggæslumenn ráðuneytis umhverfis og náttúruverndar í Brasilíu handtóku fyrir skömmu mann sem er talinn bera ábyrgð á um 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í landinu undanfarin ár.

Skógardólgurinn alræmdi sem um ræðir heiti Ezequiel Antônio Castanha og á hann yfir höfði sér, finnist hann sekur, allt að 50 ára dóm. Honum er gefið að sök að stjórna neti ólöglegra skógarhöggsfyrirtækja og sögunarmilla vítt og breitt um Brasilíu.

Starfsemi Castanha er sögð hafa verið svo stórtæk að hún sé völd að hátt í 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í Brasilíu undanfarin ár.

Áætlanir gera ráð fyrir að um 4.850 ferkílómetrar af skóglendi hverfi í Brasilíu á hverju ári vegna ólöglegs skógarhöggs. Í skóga tapast gríðarlegt magn af líffræðilegum fjölbreytileika á hverju ári um allan heim vegna skógarhöggs, hvort sem að er löglegt eða ólöglegt.
 

Skylt efni: Skógareyðing | Brasilía

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...