Skógardólgur handtekinn
Löggæslumenn ráðuneytis umhverfis og náttúruverndar í Brasilíu handtóku fyrir skömmu mann sem er talinn bera ábyrgð á um 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í landinu undanfarin ár.
Skógardólgurinn alræmdi sem um ræðir heiti Ezequiel Antônio Castanha og á hann yfir höfði sér, finnist hann sekur, allt að 50 ára dóm. Honum er gefið að sök að stjórna neti ólöglegra skógarhöggsfyrirtækja og sögunarmilla vítt og breitt um Brasilíu.
Starfsemi Castanha er sögð hafa verið svo stórtæk að hún sé völd að hátt í 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í Brasilíu undanfarin ár.
Áætlanir gera ráð fyrir að um 4.850 ferkílómetrar af skóglendi hverfi í Brasilíu á hverju ári vegna ólöglegs skógarhöggs. Í skóga tapast gríðarlegt magn af líffræðilegum fjölbreytileika á hverju ári um allan heim vegna skógarhöggs, hvort sem að er löglegt eða ólöglegt.