Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðarverð um 6,7 prósent
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá yfir afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð er 497 krónur á kíló dilka, en það er hækkun um 6,7 prósent frá lokaverði á síðasta ári.
Hækkun frá fyrstu útgáfu verðskrár á síðasta ári er 8,9 prósent, en þá var meðalverð fyrir dilka 456 krónur á kílóið.
Verð fyrir fullorðið lækkar frá lokaverði
Verð fyrir fullorðið er óbreytt frá fyrstu útgáfu verðskrár á síðasta ári, eða 121 krónur á kílóið. Með uppbótum var það 123 krónur á kílóið og lækkar þess vegna um tvö prósent frá lokaverði.
SS var eitt um að greiða uppbætur á verð fyrir fullorðið í fyrra.
Þá eru enn óbirtar verðskrár frá Kaupfélagi Skagfirðinga, Sláturhúsi KVH og Sláturhúsi Vopnfirðinga.