Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar afurðaverð um 8,5 prósent
Sláturfélag Vopnfirðinga hefur gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sláturtíðarinnar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka er 507 krónur á kílóið og miðað við lokaverð úr síðastu sláturtíð telst það vera 8,5 prósenta hækkun.
Verð fyrir fullorðið er óbreytt, eða 117 krónur á kílóið.
Þá hafa allir sláturleyfishafar birt verðskrár sínar og telst landsmeðaltal á afurðaverði fyrir lömb vera 499 krónur á kílóið, eða 6,4 prósenta hækkun frá landsmeðaltalinu á síðasta ári.