Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Mynd / vir.com.vn
Fréttir 1. júlí 2020

Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn.   
 
Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. 
 
Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýrmætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam.  
 
Það tók aðalverktaka framkvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverktakinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. 

Skylt efni: Sólarorka

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.