Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Mynd / vir.com.vn
Fréttir 1. júlí 2020

Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn.   
 
Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. 
 
Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýrmætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam.  
 
Það tók aðalverktaka framkvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverktakinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. 

Skylt efni: Sólarorka

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...