Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Fréttir 15. nóvember 2016

Spjallað við bændur á bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Stuttir viðtalsþættir undir heitinu „Spjallað við bændur“ eru að hefja göngu sína á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is. Í þáttunum er tekið hús á bændum og rætt við þá um búskapinn, hvað er efst á baugi á búinu, tæknilausnir, bústofninn og ræktunina, húsakost, vinnuaðferðir og fleira. Í fyrsta þættinum er farið í heimsókn í Miðdal í Kjós og spjallað við Guðmund H. Davíðsson bónda.

Þættirnir eru gerðir af Þorsteini Roy Jóhannssyni og Herði Þórhallssyni. Saman reka þeir framleiðslufyrirtækið Beit sem m.a. hefur framleitt vefefni fyrir fotbolti.net og fleiri vefmiðla. Einkennislag þáttarins er gamall polki, sá sami og notaður var um árabil hjá Ríkisútvarpinu í þáttunum „Spjallað við bændur“ á Rás 1. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna sjálfsagt laglínuna sem er býsna grípandi. Flutningur polkans er í höndum hljómsveitarinnar Rússíbana.

Stefnt er að því að birta tvo þætti í mánuði á bbl.is en þeim verður að auki dreift á Facebook-síðu Bændablaðsins. Auglýsendum býðst að kaupa auglýsingar í upphafi og við lok hvers þáttar.

Sjá fyrsta þátt Spjallað við bændur.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...