Spjallað við bændur á Litlalandi - Keyptu jörð og gerðu allan húsakost upp
Á Litlalandi í Ölfusi búa bændurnir Sveinn Steinarsson og Jenný D. Erlingsdóttir. Þau reka snyrtilegt bú þar sem þau stunda hrossarækt með meiru. Bæði vinna þau utan heimilis auk bústarfanna eins og algengt er nú til dags. Sveinn, sem er formaður Félags hrossabænda og forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfus, ræðir um störf hrossaræktandans og segir frá búskapnum á Litlandi í 3. þætti „Spjallað við bændur“.
Þáttinn má nálgast hér.