Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Starfsemin verður efld
Fréttir 8. ágúst 2018

Starfsemin verður efld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarmiðstöð Land­bún­aðar­háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð­ræktar­miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum.

Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð­ræktar­mið­stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs­stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár.

Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri.

Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur  og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur.

Ýmsar tilraunir í gangi

Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri.

Tilraunasáðvél

Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar.
Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“

Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu

Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...