Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, á aðalfundinum.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, á aðalfundinum.
Mynd / smh
Fréttir 5. mars 2020

Stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir lífrænan landbúnað

Höfundur: smh

Aðalfundur VOR – verndun og ræktun, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var haldinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 27. febrúar. VOR lagði í fyrsta skipti fram mál á Búnaðarþinginu um helgina, um stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir lífrænan landbúnað. Félagið fékk aðild að Bændasamtökum Íslands eftir síðasta Búnaðarþing árið 2018. Eygló Björk Ólafsdóttir verður áfram formaður félagsins.

Í fyrri hluta aðalfundarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og í kjölfarið voru flutt fræðsluerindi með umræðum um þróun lífræna geirans hér á landi.

Karen Jónsdóttir kemur ný inn í stjórn VOR. Hún flutti erindi undir yfirskriftinni Lífræn framleiðsla – hvað virkar? Þar kynnti hún starfsemi sína sem er þrískipt; Kaja organic, Matarbúr Kaju og Café Kaja og sagði frá reynslu sinni af rekstrinum. Hún er formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Vottunarmál og nýjar reglur til umræðu

Kosið var um tvö stjórnarsæti.  Kristján Oddsson, Neðra-Hálsi, var endurkjörinn og Karen Jónsdóttir kom ný inn í stjórn.  Kosið var um einn varamann og var Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti kjörinn.  Aðrir í stjórn eru Eygló Björk Ólafsdóttir, Vallanesi, formaður, Halla Steinólfsdóttir, Ytra-Fagradal og Guðmundur Ólafsson, Búlandi. 

Að sögn Eyglóar var ákveðið á fundinum að setja saman þriggja manna starfshóp, sem hefur það hlutverk að fara yfir vottunarmál og nýjar reglur sem hafa verið innleiddar og fela í sér breytingar. Eygló segir að félagið telji ástæðu til að kalla eftir dæmum um álitamál sem snúa að túlkun reglna og mögulegt ósamræmi milli landa. 

Stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir lífrænan landbúnað

VOR lagði fram sitt fyrsta mál á Búnaðarþingi sem haldið var um síðustu helgi. Málið snýst um að grunnur verði lagður að stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir lífrænan landbúnað. Málið var samþykkt samhljóða á þinginu.

Á aðalfundinum kom fram að stefnumótun og aðgerðaráætlun sé grunnforsenda árangurs fyrir útbreiðslu greinarinnar.

„Fundurinn ræddi auk þess framvindu verkefnis VOR, Bændasamtaka Íslands og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og næstu skref í því en VOR fer með ráðstöfun þess fjármagns sem eftir varð af aðlögunarstuðningi 2017 til að auka lífræna framleiðslu. VOR lítur nú til þeirra landa sem best hafa staðið að kynningu á lífrænni framleiðslu og upplýsingagjöf til neytenda og mun á næstu vikum hefja slíkt kynningarátak. Evrópulönd sjá lífræna ræktun í vaxandi  mæli sem lausn til dæmis í loftslagsmálum þegar kemur að landbúnaði.

Lífrænn landbúnaður mætir mörgum af þeim áskorunum sem nú er lögð áhersla á svo sem hreinleika, dýravelferð, lýðheilsu og hringrásarhugsun.  Evrópusambandið hefur meðal annars sett sér nýtt markmið um að 20 prósent af ræktuðu landi árið 2030 verði í vottuðum lífrænum landbúnaði,“ segir Eygló.

Víða pottur brotinn í merkingarmálum

Að sögn Eyglóar voru merkinga­mál og miðlun upplýs­inga fyrir lífræna fram­leiðslu umræðuefni seinni hluta fundarins. „Í erindum kom fram að víða er pottur brotinn í merkingum matvæla sem kenna sig við lífræna framleiðslu en hafa ekki vottun.

Á fullunnum matvörum er til dæmis heimilt að vísa í lífræn innihaldsefni, en eingöngu ef það er stutt með vísun í vottunarnúmer viðkomandi hráefnis.  Miklar brotalamir virðast vera á eftirliti og skilvirkni við að fylgja þeim reglum sem um þetta gilda hér á Íslandi.  Fundurinn telur það augljósa hagsmuni neytenda og framleiðenda að reglur um merkingu lífrænnar framleiðslu séu virtar og stjórn var falið að vinna að því,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR. 

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...