Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarni Elvar Pjetursson og Kristín Heimisdóttir í Hjarðartúni halda í þá SIndra frá Hjarðartúni og Seið frá Hólum.
Bjarni Elvar Pjetursson og Kristín Heimisdóttir í Hjarðartúni halda í þá SIndra frá Hjarðartúni og Seið frá Hólum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 15. nóvember 2023

Stofnuðu sæðingastöð um einn hest

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Nú er farið að hausta og flestar ræktunarhryssurnar komnar aftur til síns heima. Víðs vegar um land voru starfræktar sæðingastöðvar og var ein slík í Hjarðartúni, þar sem sæðingastöð var stofnuð fyrir einn hest.

Hrossaræktendur kannast flestir við Sindra frá Hjarðartúni en hann sló í gegn á síðasta Landsmóti þegar hann hlaut hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið íslenskum hesti. Mikil aðsókn var í hestinn eftir Landsmótið og tóku eigendur á það ráð að vera með hestinn í sæðingum.

„Þó að allir hrossaræktendur stefni leynt eða ljóst að því að rækta falleg og hæfileikarík hross sem fara í góðan dóm, er ekki víst að menn átti sig á því hverjar afleiðingar geta orðið að eiga Landsmótssigurvegara. Eftir Landsmótið í fyrra opnuðust tækifærisgluggar. Freistandi fyrirspurnir bárust í hestinn bæði innanlands en aðallega að utan. Sindri var greinilega orðinn verðmætur og spurning hvort selja ætti hann hæstbjóðanda,“ segja Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson, hrossaræktendur í Hjarðartúni.

Annir í sæðingum

Kristín og Bjarni tóku þá ákvörðun um að selja ekki hestinn. Sindri hefði þá líklegast farið úr landi og hugnaðist þeim það ekki.

„Það stendur vel að honum og okkar skoðun er sú að hann eigi að þjóna íslenskri ræktun. Við tókum því, án mikillar umhugsunar, þá ákvörðun að eiga hestinn áfram og hafa hann heima í Hjarðartúni,“ segir Kristín.

Ljóst var að til að anna mikilli eftirspurn þyrfti að sæða við hestinum. Yfir 100 hryssur fyljuðust við Sindra það árið en tók hesturinn bæði á móti hryssum á húsi, í sæðingum og síðan í hólfi.

„Álagið var gríðarlegt og segja má að önnur starfsemi búsins hafi verið í lágmarki á meðan. Eftir síðasta sumar ákváðum við að kynna okkur sæðingar betur og heimsóttum hrossaræktendur og dýralækna bæði innanlands og utan til að sjá hvernig ná mætti sem bestum árangri. Frændur vorir, Danir, sem hafa náð mjög góðum árangri í sæðingum íslenska hestsins sem og Þjóðverjar, veittu okkur góð ráð,“ segir Bjarni.

Í framhaldinu var ákveðið að fara alla leið og setja á laggirnar löggilta sæðingastöð í Hjarðartúni í samvinnu við öflugt teymi dýralækna, þeirra Charlottu Oddsdóttur, Huldu Jónsdóttur, Helgu Gunnarsdóttur og Tómasar Jónssonar.

„Charlotta er sérmenntuð í frjósemi hryssna, Hulda er reynslu- mikil í sæðingum og sér um daglegar sæðingar í Hjarðartúni, Helga er tengiliður okkar á Norðurlandi og sæðir með skömmtum sem sendir eru þangað, og Tómas heldur svo utan um reksturinn,“ segir Bjarni.
Útbúið var nýtt hesthús ásamt gerði sem er eingöngu ætlað í sæðingastarfsemina og sæðisvinnsluherbergi innréttað.
Þannig næst að halda sæðingastarfseminni algjörlega aðskilinni frá annarri starfsemi hesthússins.

„Við vorum líka heppin að Anna Margrét Geirsdóttir, sem hafði verið hjá okkur í starfsnámi eftir annað árið á Hólum, var áfram í Hjarðartúni og hélt utan um sæðingastarfsemina.“

Vel í lagt

„Eins og flestar mæður hafa áttað sig á, þá skiptir hryssuna miklu máli að heilbrigði og rólegheit séu í fyrirrúmi í öllu ferlinu,“ segir Kristín og bætir Bjarni við; „það var kannski svolítið vel í lagt að byggja sæðingastöð fyrir einn stóðhest. Hugmyndin er að geta verið með tvo stóðhesta í sæðingum á stöðinni. Því var mikilvægt að fá annan hest til að nýta teymið og aðstöðuna.”

Fengu þau Seið frá Hólum til sín en hann er hæst dæmdi stóðhesturinn í ár með 8,83 í aðaleinkunn. „Árangur sæðinga hefur verið framar vonum og náðu þeir félagar, Sindri og Seiður, að anna öllum þeim hryssum sem komu á nýju sæðingastöðina í sumar. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri sem gaman hefur verið að taka þátt í,“ segja þau Kristín og Bjarni.

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...