Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Smásjármynd af H5N1. Veiran er lituð gul.
Smásjármynd af H5N1. Veiran er lituð gul.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 3. febrúar 2022

Stökkbreytingar geta leitt til alvarlegs smits í fólki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hröð útbreiðsla fuglaflensu er verulegt áhyggjuefni. Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu flens­unnar í alifuglum þrátt fyrir miklar varúðarráðstafanir. Fram til þessa hefur H5N1 veiran sem veldur fuglaflensu verið talin skaðlaus mönnum og smit í fólki sjaldgæf.

Ný afbrigði veirunnar vegna stökkbreytinga gætu reynst fólki verulega hættuleg og með allt að 50% dánartíðni.
Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað til að reyna að hefta útbreiðslu flensunnar en þar sem hún berst meðal annars milli landa með farfuglum hefur það reynst erfitt.

Fyrir skömmu greindu heil­brigðis­yfirvöld á Bretlandseyjum frá því að maður í Suður-Wales sem lifði í návígi við nokkrar aliendur hefði greinst með H5N1 veiruna en einnig eru dæmi frá Kína og víðar þar sem útbreiðsla hennar er mikil um að menn hafi greinst með veiruna.

Hröð útbreiðsla

Eggjaframleiðsla á Indlandi.

Útbreiðsla fuglaflensu hefur verið gríðarlega hröð á Bretlandseyjum frá því í október síðastliðinn og greinst á ríflega 70 alifuglabúum síðan þá og um milljón alifuglum lógað og fargað.

Útiganga bönnuð

Í framhaldi af því var lausa­ganga alifugla, bæði á býlum og í heimagörðum, utandyra bönnuð og fuglarnir settir í útgöngubann. Þrátt fyrir aðgerðir af þessu tagi og aðrar strangar varúðarráðstafanir hefur ekki tekist að hefta útbreiðsluna enda bráðsmitandi milli fugla. Smitleiðir vírussins eru margar og getur hann meðal annars borist með farfuglum, fugladriti, fjöðrum, fóðri, vatni, bifreiðum, landbúnaðartækjum, fatnaði og skóm.

Menn og fuglaflensa

Ástæða þess að smit í fólki vegna H5N1 er sjaldgæft er að veira hefur til þessa ekki borist með lofti eins og kvefpestir og Covid-19.

Samkvæm tölum Alþjóða­heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, eru vitað um 863 tilfelli frá byrjun janúar 2003 þar til í lok desember 2021 um fuglaflensu í mönnum í átján löndum. Þar af létust 436, ríflega 50%, vegna sýkingarinnar en til samanburðar er dánartíðni vegna árlegrar kvefflensu um 0,1%

Flest tilfelli smita í mönnum tengjast meðhöndlun, slátrun og neyslu á sýktum fuglum en einnig eru dæmi um að smit hafi borist á milli fólks innan sömu fjölskyldu þar sem nærvera er mikil og til þeirra sem hafa sinnt sýktum einstaklingum.

Ný afbrigði vegna stökkbreytinga

Verksmiðjubúskapur þar sem tugir þúsunda alifugla eru samankomir í þröngu rými eru kjöraðstæður fyrir veiruna til að berast á milli fugla og á sama tíma til að hraða stökkbreytingum.

Vísindamenn sem rannsaka veiruna segja og vara við að það þurfi ekki margar stökkbreytingar, hugsanlega þrjár til fimm, til að veira geti farið að berast með lofti og orðið verulega hættuleg fólki.

Dæmi um stökkbreytingu sem flestir kannast við er Covid-19 Omicron afbrigðið sem tók við af Delta afbrigðinu. Þrátt fyrir að Omicron afbrigðið sé meira smitandi en Delta er það sagt vera skaðminna og vírusinn að linast.

Komi til þess að H5N1 veiran stökkbreytist þannig að hún geti borist með lofti og valdið sýkingu í fólki má búast við að útbreiðsla hennar yrði mjög hröð og dánartíðni mjög há.

Dæmi um sýkingu sem barst milli manna með lofti var spænska veikin 1918 sem talið er að hafi valdið dauða 50 til 100 milljón manna um allan heim.

Varnaðarorð sérfræðinga

Fuglar á verksmiðjubúum sem reynast smitaðir af fuglaflensu eru oft kæfðir með kvoðu áður en þeim er fargað.

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar, WHO segja að afleiðingar þess ef veiran stökkbreytist og verði smitandi með lofti og haldi núverandi dánartíðni geti orðið skelfilegar og að dánartíðin á heimsvísu gæti legið á milli 5 til 150 milljón manns.

24 milljarðar hænsnfugla

Helsta ástæða hraðrar útbreiðslu fuglaflensu er sögð vera síaukið alifuglaeldi í stórum verksmiðjubúum eða einingum og far fugla milli landa.

Talið er að hænsnastofninn í heiminum telji um 24 milljarða fugla, þrisvar sinnu fleiri hænsn eru samkvæmt því í heiminum en fólk, og er langstærsti hluti þeirra alinn í verksmiðjubúum.

Í dag eru til bóluefni gegn nokkrum afbrigðum fuglaflensu sem notuð eru í alifuglaeldi. Auk þess sem til eru bóluefni sem nýst hafa gegn sýkingum í fólki og önnur eru á tilraunastigi.

Ekkert þessara bóluefna er samt til í því magni sem nauðsynlegt er talið ef fuglaflensa stökkbreytist þannig að hún smitast í fólk og er með allt að 50% dánartíðni.

Fari allt á versta veg og svartsýnustu spár ganga eftir er líklega best að lýsa mögulegu ástandi með fleygri setningu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta: „You ain't seen nothing yet“.

Skylt efni: alifuglar fuglaflensa

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...