Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þarna glyttir í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveitar.
Þarna glyttir í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveitar.
Mynd / HKr
Fréttir 18. febrúar 2022

Stórframkvæmd við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umfangsmiklar byggingaframkvæmdir standa yfir við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit þar sem verið er að reisa um 2000 fermetra viðbyggingu við skólann.

Til að fjármagna svo umfangsmikið verkefnið ætlar sveitarfélagið að selja þrjár fasteignir, gömul samkomuhús sem voru í gömlu hreppunum þremur sem eitt sinn voru til, Laugaland, Sólgarð og Freyvang.

Sölu á síðastnefnda húsinu hefur þó verið slegið á frest næstu tvö ár en Freyvangsleikhúsið sem þar starfar hefur hug á að leiga húsið á því tímabili. Sveitarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning sölu annarra húsa.

Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit segir auk þess sem sveitarfélagið nýti það fé sem fæst með sölu fasteignanna sé sala eignanna einnig liður í að einfalda reksturinn nú þegar stórt og veglegt nýtt húsnæði rís fyrir kjarnastarfsemi sveitarfélagsins.

Finnur segir að Freyvangur verði ekki seldur næstu tvö ár, en þess freistað að ganga til samninga við Freyvangsleikhúsið um leigu og rekstur þess á húsinu á þeim tíma. Það hafði ekki tök á að kaupa húsið en hefur áhuga fyrir að taka við rekstri þess. Forsvarsmönnum leikhússins leist ekki á að flytja starfsemina yfir í Laugaborg en sá möguleiki var til skoðunar um tíma. Þar skipti umfang starfsemi Freyvangsleikhússins mestu og tölu aðstandendur þess að starfsemi félagins yrði sjálfhætt ef það missti aðstöðu sína í Freyvangi.

Viðræður í gangi um Sólgarð

Smámunasafn Sverris Hermanns- sonar hefur verið til húsa í Sólgarði undanfarin ár og þar er einnig íbúð sem sveitarfélagið hefur haft til útleigu. Sólgarður var byggður í áföngum á árunum 1935 til 1979 og er um 740 fermetrar að stærð en við það stendur einnig ríflega 50 fermetra stór bílskúr.

Húsið var endurbætt árið 1996. Finnur segir húsnæðið bjóða upp á marga spennandi möguleika, en það er staðsett við Saurbæjarkirkju og stendur við Eyjafjarðarbraut vestri. „Við eigum í viðræðum við aðila sem hafa áhuga fyrir húsinu,“ segir Finnur og bætir við að mikilvægt sé við undirbúning að sölu Sólgarðs að skoða hver framtíð Smámunasafnsins verði.

Stefna á að selja Laugalandsskóla í nánustu framtíð

Guðjón Samúelsson teiknaði Laugalandsskóla en húsið var byggt í áföngunum til ársins 1948. Það er 960 fermetrar að stærð og hýsti húsmæðraskóla til ársins 1975 og síðar grunnskóla til ársins 1992. Þar er nú starfrækt áfangaheimili fyrir stúlkur á vegum Barnaverndarstofu.

Laugaland er á þremur hæðum, stendur á eins hektara fallegri jörð á móts við Hrafnagilshverfið. Við skólann er sundlaug sem ekki hefur verið nýtt í langan tíma. Finnur segir húsið ekki síður en Sólgarð bjóða upp á marga möguleika en á efstu hæð þess er salur með útsýni yfir Eyjafjarðará og tignarlegan fjallahring.

„Það er stefnan að selja þetta hús í nánustu framtíð, en ekki tímabært alveg núna að taka endanlega ákvörðun um það en í húsinu fer fram metnaðarfull starfsemi á vegum Barnaverndarstofu sem ekki liggur fyrir hvort verði áfram til staðar,“ segir Finnur.

Skylt efni: Hrafnagilsskóli

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...