Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sjaldgæfir kaktusar eru víða að hverfa úr náttúrulegu umhverfi sínu vegna ólöglegrar verslunar með plöntur.
Sjaldgæfir kaktusar eru víða að hverfa úr náttúrulegu umhverfi sínu vegna ólöglegrar verslunar með plöntur.
Fréttir 7. júlí 2020

Stórtækir kaktusaþjófar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Laganna verðir á landamærum Bendaríkja Norður-Ameríku og Mexíkó eiga í baráttu við hópa kaktusaþjófa sem fara um eyðimörkina beggja megin landa­mæranna og stinga upp sjaldgæfa kaktusa. Svo mikil er eftirsóknin í sumar tegundir að hætt er við að þeir deyi hreinlega út í sínu náttúrulega umhverfi.

Í hverjum mánuði eru kaktusaþjófar við landamærin handsamaðir með þúsundir eintaka af plöntum sem þeir hafa grafið upp með rót og síðan selt á svörtum og ekki svo svörtum markaði á netinu til safnara um allan heim. Reyndar er það svo að lögreglan hefur upprætt heilu glæpahringina sem stunda skipulega ólöglega verslun með plöntur en jafnóðum spretta upp nýir eins og fíflar í túni.

Vandinn við margar tegundir eftirsóttustu kaktusanna er að þeir eru mörg ár og jafnvel áratugi að vaxa og endurnýja sig ekki eftir að þeir eru grafnir upp.

Alþjóleg vernd

Einn þessara kaktusa, Ariocarpus fissuratus, vex á afmörkuðum svæðum í Mexíkó og Texas og er mjög eftirsóttur af kaktusasöfnurum um allan heim. Tegundin, sem kallast steinkaktus, er marga áratugi að ná þroska til að blómgast og mynda fræ. Kaktusinn, sem er með djúpa stólparót og lifir sjaldnar af að vera grafinn upp og fluttur milli staða, hefur horfið af stórum svæðum og er í dag meðal lífvera sem bannað er að versla með á alþjóðamarkaði.

Stórt eftirlitssvæði

Svæði sem reynt er að vakta vegna kaktusaþjófnaðar er gríðarlega stórt og því erfitt að fylgjast með mannaferðum á því og hver tilgangur ferðanna sé. Vitað er um dæmi þess að þjófar í gervi ferðamanna hafi farið um svæði þar sem sjaldgæfa kaktusa er að finna og staðsett þá með GPS og svo komið í skjóli nætur og grafið þá upp. Einnig hafa menn keypt landsvæði þar sem kaktusar hafa fengið að vaxa óáreittir í hundrað ár og hafið eins konar námagröft þar til búið er að grafa alla kaktusana upp.
 

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...