Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hlutverk Umhverfisbankans verður að draga saman þekkingu á umhverfismálum á einn stað og beita m.a. myndbands­tækninni til að ná til yngri kynslóða.
Hlutverk Umhverfisbankans verður að draga saman þekkingu á umhverfismálum á einn stað og beita m.a. myndbands­tækninni til að ná til yngri kynslóða.
Mynd / ÁÞ
Fréttir 3. apríl 2018

Stutt myndbönd studd ítarefni munu einkenna Umhverfisbankann

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Framtíð lands og þjóðar – og heimsins alls – veltur á aukinni þekkingu fólks á umhverfismálum og raunhæfum aðgerðum á sviði umhverfismála. Það þarf að stórauka fræðslu í umhverfismálum og þá ekki síst í framhalds­skólum og byggja á myndrænni fræðslu. 
 
Undanfarnar vikur hefur Land­græðslan haft forgöngu um að leita eftir samstarfi ýmissa aðila í því skyni að stofna nýstárlegan gagnabanka sem nefndur hefur verið Umhverfisbankinn. 
 
Áskell Þórisson.
Hugmyndin að gagnabankanum kviknaði á Umhverfisþingi í Hörpunni. Í hópi frummælenda voru tvær stúlkur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þær sögðu einfaldlega að of lítið væri til af kennsluefni í umhverfisfræðum í framhaldsskólum. Stúlkurnar báðu um að ungt fólk væri frætt um umhverfismál en dregið úr hræðsluáróðri.
 
Góðar undirtektir en fjármagn skortir
 
„Við höfum hitt ótal aðila og kynnt þeim hugmyndafræðina að baki Umhverfisbankanum. Við viljum fá sem flesta að borðinu og að stjórn bankans verði í höndum þeirra sem leggja til efni,“ sagði Áskell Þórisson, sem starfar á sviði kynninga og fræðslu hjá Landgræðslunni.
 
„Sem dæmi má nefna að við höfum rætt við Veðurstofuna, Hafrannsóknastofnun, Náttúru­fræðistofnun, Menntamála­stofnun, Landbúnaðarháskólann, Umhverfisstofnun, Landvernd, Skógræktina, Félag ungra umhverfissinna, Samlíf, Félag kennara í raungreinum og Matís. Undirtektir hafa verið ágætar en það skortir fjármuni svo hægt sé að ýta verkefninu úr vör. Hjá þessum aðilum starfa margir af okkar bestu vísindamönum á sviði umhverfisfræða og við erum þess fullviss að með þeirra aðstoð er hægt að útvega skólakerfinu gríðarlegt magn lifandi fróðleiks sem nemendur kunna að meta og tileinka sér. Í huga okkar Landgræðslumanna skiptir litlu hvar gagnabankinn verður vistaður. 
 
Aðalatriðið er samvinna og markmiðið er betur upplýstir nemendur. Þekking, byggð á vísindalegum staðreyndum, er eitt af því fáa sem getur komið okkur til bjargar í þeim vanda sem við blasir.“
 
Sami vísindamaður í mörgum skólum á sama andartaki
 
Áskell sagði að hlutverk bankans væri að draga saman þekkingu á umhverfismálum á einn stað og beita m.a. myndbandstækninni til að ná til yngri kynslóða. 
 
„Hugmyndafræðin gengur m.a. út á það að fá vísindamenn landsins til að fjalla í örstuttu máli um einstök mál sem tengjast þeirra sérsviði – og tengja svo ítarefni við allt saman. Sami loftslagsfræðingurinn gæti þannig verið að ávarpa nemendur í nokkrum skólum samtímis einn og sama morguninn. Þetta efni gætu kennarar líka nýtt í hópaverkefni. Við höfum rætt um að fá stuttar myndir frá stofnunum á borð við FAO og þýða yfir á íslensku. Markhópurinn er ekki einungis kennarar og nemendur. Allir landsmenn geta nýtt sér bankann.“
 
Viðskiptavinirnir verða að geta treyst bankanum
 
En banki er ekki banki nema viðskiptavinir hans geti lagt inn efni. Áskell sagði að ætlunin væri að hafa starfandi ritnefnd sem tryggði að fólk gæti treyst því efni sem er í Umhverfisbankanum. Farið yrði yfir allt efni, hvaðan sem það kæmi, og kannað hvort það styddist við bestu fáanlega þekkingu. 
 
„Þegar svona gagnabankar eiga í hlut skiptir öllu að viðskiptavinirnir geti treyst þeim. Við viljum ekkert bankahrun í þessum geira.“ 
 
 Þegar gagnabankinn verður að veruleika mun einnig verða boðið upp á ljósmyndasafn sem fólk má nota að vild.
 
Litlir fróðleikslækir verða að straumhörðu fljóti
 
Það er alveg ljóst að stofn- og síðar rekstarkostnaður Umhverfisbankans mun kosta umtalsvert fé. „Við verðum að vinna saman í þessu máli. Við verðum að veita saman lækjum fróðleiks og þekkingar og búa til straumhart fljót þekkingar. Við verðum að nota þá tækni sem yngri kynslóðir þekkja; tala á því máli sem unga fólkið skilur. Samanlagður stofn- og rekstrarkostnaður bankans í nokkur ár nemur vissulega einhverjum milljónum – en það verður eins og og dropi í hafið miðað við ávinninginn,“ sagði Áskell að lokum. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...