Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkir til skógareyðingar
Fréttir 15. apríl 2015

Styrkir til skógareyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samanburður á styrkjum til að draga úr eyðingu regnskóga og til fyrirtækja sem stunda skógarhögg sýnir að stjórnvöld í Brasilíu og Indónesíu leggja mun meira fé til skógarhöggsfyrirtækja en til verndunar skóga. 
 
Í samanburðinum sem gerður var af stofnun sem kallast Overseas Development Institute og er staðsett í London segir að stjórnvöld í þessum löndum hafi lagt skógarhöggsfyrirtækjum allt að 40 milljarða Bandaríkjadali  á árunum 2009 til 2012 en eytt 34 milljónum dala til verndunar skóga á sama tíma. Upphæðin sem skógarhöggsfyrirtækin fengu er því rúmlega  hundrað sinnum hærri.
 
Þegar talað er um skógar­höggsfyrirtæki í þessum samanburði er meðal annars átt við fyrirtæki sem fella skóga til að vinna timbur, rækta pálmaolíu, soja, nautakjöt og plöntur sem nýttar eru í lífdísil. 
 
Undanfarin ár hafa lönd eins og Noregur og Þýskaland lagt Brasilíu og Indónesíu til megnið af því fé sem fer til verndunar regnskóganna þar. 
 
Helmingur allrar skógareyðingar í hitabeltinu á árunum 1990 til 2010 átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu en eftirspurn eftir harðvið frá þessum löndum er mest í efnaðri löndum á norðurhveli. 

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...