Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkir til skógareyðingar
Fréttir 15. apríl 2015

Styrkir til skógareyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samanburður á styrkjum til að draga úr eyðingu regnskóga og til fyrirtækja sem stunda skógarhögg sýnir að stjórnvöld í Brasilíu og Indónesíu leggja mun meira fé til skógarhöggsfyrirtækja en til verndunar skóga. 
 
Í samanburðinum sem gerður var af stofnun sem kallast Overseas Development Institute og er staðsett í London segir að stjórnvöld í þessum löndum hafi lagt skógarhöggsfyrirtækjum allt að 40 milljarða Bandaríkjadali  á árunum 2009 til 2012 en eytt 34 milljónum dala til verndunar skóga á sama tíma. Upphæðin sem skógarhöggsfyrirtækin fengu er því rúmlega  hundrað sinnum hærri.
 
Þegar talað er um skógar­höggsfyrirtæki í þessum samanburði er meðal annars átt við fyrirtæki sem fella skóga til að vinna timbur, rækta pálmaolíu, soja, nautakjöt og plöntur sem nýttar eru í lífdísil. 
 
Undanfarin ár hafa lönd eins og Noregur og Þýskaland lagt Brasilíu og Indónesíu til megnið af því fé sem fer til verndunar regnskóganna þar. 
 
Helmingur allrar skógareyðingar í hitabeltinu á árunum 1990 til 2010 átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu en eftirspurn eftir harðvið frá þessum löndum er mest í efnaðri löndum á norðurhveli. 

 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...