Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svartrottum fjölgar
Fréttir 23. febrúar 2016

Svartrottum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svo virðist sem svartrottur kunni best við sig í skóglitlu landslagi og þeim fjölgar hratt á svæðum þar sem skógar eru felldir.

Svartrottur, Ratus ratus, hafa farið sigurför um heiminn síðastliðin fjögur hundruð ár eða svo. Undanfarin ár hafa þessar rottur fundið sér nýtt kjörsvæði en það eru lendur regnskóga sem hafa verið felldir undanfarna áratugi. Rannsóknir á hegðun svartrottna sýnir að þær forðast vel gróna skóga.

Talning á svartrottum á eyjunni Borneó sýnir að þar hefur þeim fjölgað um mörg hundruð prósent samhliða aukinni skógareyðingu og á aukningin sér að mestu stað á landsvæðum þar sem áður stóðu skógar.

Ástæðan fyrir fjölgun rottnanna er meðal annars sögð að þær kunni vel við sig þar sem mikið af við þekur landið og verndar þær fyrir rándýrum. Líffræðingar á Borneó og víðar í hitabeltinu þar sem rottum fjölgar hratt segja rotturnar vera harðar í horn að taka og að víða munu innlend dýr verða undir í baráttunni um fæði og því fækka mikið. Auk þess sem svartrottur geta borið með sér sjúkdóma sem eru hættulegir mönnum. 

Skylt efni: Skógareyðing | svartrottur

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...