Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku
Fréttir 4. maí 2016

Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppur sem kallast Fusarium oxysporum og veldur sýkingu í bananaplöntum ógnar bananarækt í latnesku Ameríku. Sýkingin hefur lengi herjað á bananaplöntur í Asíu en hefur nú borist yfir hafið til Mið-Ameríku.

Áhyggjur af sýkingunni eru svo miklar að Alþjóðlega bananaráðstefnan sem halda átti í Kostaríka var flutt til Miami á Flórída í Bandaríkjunum á síðustu stundu. Ráðstefnan var flutt til að minnka líkur á að þátttakendur gró sveppina og sýkinguna til Kostaríka með skófatnaði.

Bananar eru helsta útflutningsvara Kostaríka og reyndar fleiri ríkja í Mið-Ameríku og löndin helsta uppspretta banana sem seldir eru í Evrópu. Fjárhagslegt tap landanna í Mið-Ameríku getur því orðið gríðarlegt breiðist sýkingin út þar.

Síðasti bananinn

Fyrir um það bil ári var frétt í Bændablaðinu með fyrirsögninni Síðasti bananinn. Þar segir að vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish og hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir því er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskra króna.

Hröð útbreiðsla

Sveppurinn sem kallast Fusarium oxysporum hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu, Taívan og Ástralíu. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Sveppsins hefur nú orðið vart í Mið-Ameríku og hætta er talin á að hann breiðist hratt út og eigi sýking af hans völdum eftir að valda miklum skaða og fjárhagstjóni.

Yrkið Cavendish, sem sveppurinn sækir aðallega á, þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist lengi. Yrkið er það eina sem margir Vesturlandabúar hafa smakkað. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium-sýkingar. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...