Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku
Fréttir 4. maí 2016

Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppur sem kallast Fusarium oxysporum og veldur sýkingu í bananaplöntum ógnar bananarækt í latnesku Ameríku. Sýkingin hefur lengi herjað á bananaplöntur í Asíu en hefur nú borist yfir hafið til Mið-Ameríku.

Áhyggjur af sýkingunni eru svo miklar að Alþjóðlega bananaráðstefnan sem halda átti í Kostaríka var flutt til Miami á Flórída í Bandaríkjunum á síðustu stundu. Ráðstefnan var flutt til að minnka líkur á að þátttakendur gró sveppina og sýkinguna til Kostaríka með skófatnaði.

Bananar eru helsta útflutningsvara Kostaríka og reyndar fleiri ríkja í Mið-Ameríku og löndin helsta uppspretta banana sem seldir eru í Evrópu. Fjárhagslegt tap landanna í Mið-Ameríku getur því orðið gríðarlegt breiðist sýkingin út þar.

Síðasti bananinn

Fyrir um það bil ári var frétt í Bændablaðinu með fyrirsögninni Síðasti bananinn. Þar segir að vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish og hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir því er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskra króna.

Hröð útbreiðsla

Sveppurinn sem kallast Fusarium oxysporum hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu, Taívan og Ástralíu. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Sveppsins hefur nú orðið vart í Mið-Ameríku og hætta er talin á að hann breiðist hratt út og eigi sýking af hans völdum eftir að valda miklum skaða og fjárhagstjóni.

Yrkið Cavendish, sem sveppurinn sækir aðallega á, þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist lengi. Yrkið er það eina sem margir Vesturlandabúar hafa smakkað. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium-sýkingar. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...