Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í Ögri við Ísafjarðardjúp hefur um aldur verið stórbýli og þingstaður Ögurhrepps. Þar hefur undanfarin ár verið rekin ferðaþjónusta þar sem gestum hefur m.a. verið boðið upp á kajaksiglingar og kaffi með þjóðlegu meðlæti.
Í Ögri við Ísafjarðardjúp hefur um aldur verið stórbýli og þingstaður Ögurhrepps. Þar hefur undanfarin ár verið rekin ferðaþjónusta þar sem gestum hefur m.a. verið boðið upp á kajaksiglingar og kaffi með þjóðlegu meðlæti.
Mynd / Andreas Jacobsen
Fréttir 5. júlí 2020

Þjóðlegt með kaffinu og kajakferðir í Ögri

Höfundur: HKr.
Í Ögri við Ísafjarðardjúp hefur verið rekið ferða­þjónustu­fyrirtækið Ögurferðir síðan 2011. Starf­semin snýr að kajakferðum í Ísafjarðardjúpi og rekstri kaffihúss í samkomuhúsinu í Ögri sem var byggt 1925.
 
Kaffihúsið er rekið undir nafninu „Þjóðlegt með kaffinu“, en Guðfinna og Jóna Símonína Bjarnadóttir standa þar vaktina. Þær hafa einnig gefið út bækur undir sama nafni og þýtt á nokkur erlend tungumál.
Ferðafólk sem sækir í hreina náttúru og kyrrð á fáförnum slóðum eru helstu viðskiptavinir Ögurferða. Kajakferðirnar eru frá stuttum og fjölskylduvænum ferðum nálægt landi upp í dagsferðir og jafnvel nokkurra daga ferðir í Djúpinu og í Jökulfjörðum. 
 
Í samkomuhúsinu í Ögri er einnig haldið árlega sveitaball. Ögurballið á sér fastan sess í dagskrá margra og hefur verið fastur liður í tilveru Djúpmanna um áratuga skeið. Af ballinu fer enginn heim nema að fá sér rabarbaragraut með rjóma.  
 
Ögur var stórbýli um aldir og kirkjustaður í Ögurvík í Ísafjarðar­djúpi, en Ögurkirkja var reist 1859. Í Ögri var þingstaður Ögurhrepps og frá 15. til 17. aldar bjó þar hvert stórmennið á fætur öðru. Má þar helst nefna Björn Guðnason sýslumann, Magnús Jónsson (prúða) sýslu­mann og síðar Ara son hans, Björn Markússon og Erlend Ólafsson málafylgjumann. 
 
Fyrsta rafstöð á sveitaheimili við Djúp var reist í Ögri 1928. Í Ögurnesi var verstöð og þurrabúðir héldust þar allt fram á 20. öld. Þá var þar lengi landsíma- og póstafgreiðsla, sem og læknissetur frá 1932 til 1951.
Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...