Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins
Fréttir 23. febrúar 2023

Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lög um orkuvinnslu þjóna ekki hagsmunum sveitarfélagsins, segir í nýlegri bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Þrátt fyrir að orkan verði til á landsbyggðinni er hún mun dýrari í dreifbýli en í þéttbýli og þjónar orkuvinnsla því ekki hagsmunum sveitarfélagsins. Önnur sveitarfélög eru hvött til að staldra við í skipulagsmálum.

Ríkisstjórn Íslands gerir ráð fyrir að full orkuskipti á landinu hafi náðst fyrir árið 2040 og er Hvammsvirkjun fyrsta skrefið í mörgum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum.

Orkuverð hærra á landsbyggðinni

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við Bændablaðið að það verði að endurskoða lög um orkuvinnslu á landinu til að jafna bil á orkuverði á landsbyggðinni og í þéttbýli. Hann segir að orkuvinnsla Landsvirkjunar fari öll fram á landsbyggðinni en þrátt fyrir það kostar allt að 33% meira að nýta orkuna í dreifbýli en í þéttbýli eftir að búið er að flytja hana hundruð kílómetra. Á meðan svo er getur landsbyggðin ekki keppt við þéttbýlið hvað varðar atvinnuuppbyggingu og lífsgæði fyrir íbúa sína.

Sáralitlar tekjur

Um 95% mannvirkja sem þarf til orkuframleiðslu eru undanþegin fasteignaskatti og flest störfin hafa verið flutt til höfuðborgarinnar. Tekjustofnar sveitarfélaganna eru fasteignagjöld og útsvar, svo í orkuframleiðslu hafa sveitarfélögin sem hafa starfsemina í sínu nærumhverfi verið svipt tekjustofnunum af starfseminni.

„Það sjá allir að til þess að sátt náist um orkuskiptin, sem gerast á landsbyggðinni, að breyta þarf leikreglunum. Ef ég skoða hvernig þetta lítur út í mínu sveitarfélagi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá er orkuframleiðslan sem á sér stað hér að skila að hámarki 0,4% af verðmætunum sem verða til hjá okkur niður í beint fjárhagslegt tap sem getur gerst sökum laga um jöfnunarsjóð.“

Sátt um orkuvinnslu

„Það hefur verið byggt upp lagalegt umhverfi sem gerir það að verkum að nánast ekkert verður eftir í samfélögunum þar sem orkan verður til og allur efnahagslegur ábati verður þar sem orkan er notuð. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík og einnig bróðurpartur allra beinna starfa innan hennar og sérstaklega verðmætustu störfin. Afleiddu störfin af uppbyggingu orkumannvirkja, verkfræðingarnir, lögfræðingarnir og aðrir sérfræðingar sem þjónusta Landsvirkjun, eru einnig að mestu leyti staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.“

Haraldi þykir merkilegt að þrátt fyrir 20 ára undirbúningstíma Hvammsvirkjunar hafi ekki enn verið fjallað um áhrif framkvæmdarinnar á íbúana sem búa í nágrenni hennar.

„Til að sátt skapist um orkuvinnsluna þarf hún að skila sambærilegum verðmætum til nærsamfélagsins eins og önnur atvinnustarfsemi. Þess vegna þarf að breyta lögum um orkuvinnslu og tryggja að dreifbýlið njóti sambærilegs ávinnings og að allir greiði sama verð fyrir orkuna, hvort sem fólk býr í dreifbýli eða þéttbýli. Ég lít svo á að ef ekki næst sátt um breyttar leikreglur þá verði engin
orkuskipti.“

– Nánari umfjöllun á bls. 40 og 41. í fjórða tölublaði Bændablaðsins sem kom út í morgun

Skylt efni: hvammsvirkjun | orkuvinnsla

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...