Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins
Fréttir 23. febrúar 2023

Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lög um orkuvinnslu þjóna ekki hagsmunum sveitarfélagsins, segir í nýlegri bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Þrátt fyrir að orkan verði til á landsbyggðinni er hún mun dýrari í dreifbýli en í þéttbýli og þjónar orkuvinnsla því ekki hagsmunum sveitarfélagsins. Önnur sveitarfélög eru hvött til að staldra við í skipulagsmálum.

Ríkisstjórn Íslands gerir ráð fyrir að full orkuskipti á landinu hafi náðst fyrir árið 2040 og er Hvammsvirkjun fyrsta skrefið í mörgum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum.

Orkuverð hærra á landsbyggðinni

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við Bændablaðið að það verði að endurskoða lög um orkuvinnslu á landinu til að jafna bil á orkuverði á landsbyggðinni og í þéttbýli. Hann segir að orkuvinnsla Landsvirkjunar fari öll fram á landsbyggðinni en þrátt fyrir það kostar allt að 33% meira að nýta orkuna í dreifbýli en í þéttbýli eftir að búið er að flytja hana hundruð kílómetra. Á meðan svo er getur landsbyggðin ekki keppt við þéttbýlið hvað varðar atvinnuuppbyggingu og lífsgæði fyrir íbúa sína.

Sáralitlar tekjur

Um 95% mannvirkja sem þarf til orkuframleiðslu eru undanþegin fasteignaskatti og flest störfin hafa verið flutt til höfuðborgarinnar. Tekjustofnar sveitarfélaganna eru fasteignagjöld og útsvar, svo í orkuframleiðslu hafa sveitarfélögin sem hafa starfsemina í sínu nærumhverfi verið svipt tekjustofnunum af starfseminni.

„Það sjá allir að til þess að sátt náist um orkuskiptin, sem gerast á landsbyggðinni, að breyta þarf leikreglunum. Ef ég skoða hvernig þetta lítur út í mínu sveitarfélagi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá er orkuframleiðslan sem á sér stað hér að skila að hámarki 0,4% af verðmætunum sem verða til hjá okkur niður í beint fjárhagslegt tap sem getur gerst sökum laga um jöfnunarsjóð.“

Sátt um orkuvinnslu

„Það hefur verið byggt upp lagalegt umhverfi sem gerir það að verkum að nánast ekkert verður eftir í samfélögunum þar sem orkan verður til og allur efnahagslegur ábati verður þar sem orkan er notuð. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík og einnig bróðurpartur allra beinna starfa innan hennar og sérstaklega verðmætustu störfin. Afleiddu störfin af uppbyggingu orkumannvirkja, verkfræðingarnir, lögfræðingarnir og aðrir sérfræðingar sem þjónusta Landsvirkjun, eru einnig að mestu leyti staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.“

Haraldi þykir merkilegt að þrátt fyrir 20 ára undirbúningstíma Hvammsvirkjunar hafi ekki enn verið fjallað um áhrif framkvæmdarinnar á íbúana sem búa í nágrenni hennar.

„Til að sátt skapist um orkuvinnsluna þarf hún að skila sambærilegum verðmætum til nærsamfélagsins eins og önnur atvinnustarfsemi. Þess vegna þarf að breyta lögum um orkuvinnslu og tryggja að dreifbýlið njóti sambærilegs ávinnings og að allir greiði sama verð fyrir orkuna, hvort sem fólk býr í dreifbýli eða þéttbýli. Ég lít svo á að ef ekki næst sátt um breyttar leikreglur þá verði engin
orkuskipti.“

– Nánari umfjöllun á bls. 40 og 41. í fjórða tölublaði Bændablaðsins sem kom út í morgun

Skylt efni: hvammsvirkjun | orkuvinnsla

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...