Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sigurður Bjarni Rafnsson.
Sigurður Bjarni Rafnsson.
Fréttir 28. desember 2023

Þungur rekstur sláturhúsa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun desember tók Sigurður Bjarni Rafnsson til starfa sem sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS).

Um nýja stöðu er að ræða innan KS sem varð til eftir að Ágúst Andrésson lét af störfum sem forstöðumaður kjötafurðasviðs, eftir 27 ára starfsaldur þar innanbúðar.

„Ég er mjög ánægður yfir því að vera kominn aftur til Kaupfélags Skagfirðinga, þetta er eins og að koma aftur heim eftir gott sumarfrí. Það að fá tækfæri til að koma aftur til starfa við kjötafurðastöðina var vissulega áskorun sem erfitt er að segja nei við, ég var búinn að vera framleiðslustjóri hér í 18 ár og þekki nú innviðina nokkuð vel. Nú kem ég aftur ferskur til starfa og hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða,“ segir Sigurður.

Sér um daglegan rekstur á Sauðárkróki

Sigurður segir að hann muni sjá um allt sem viðkemur daglegri stjórnun í sláturhúsinu á Sauðárkróki og svo um öll samskipti við Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, sem er í helmingseigu KS. Stórgripasláturhúsið á Hellu, sem einnig er í eigu KS, verður undir stjórn kjötvinnslunnar Esju gæðafæðis, sem er dótturfyrirtæki KS. „Með nýjum mönnum verða vissulega einhverjar breytingar og vissulega komum við til með að endurskoða með hvaða hætti það verður, en enn sem komið er hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir hvernig við ætlum að standa að þessu en stefnan er að þjónusta bændur og alla okkar viðskiptamenn eins vel og hægt er.“

Möguleikar opnast með vinnslu og sölu hliðarafurða

Spurður um rekstrarskilyrði og -afkomu sláturhúsa í dag, segir Sigurður að þótt staðan sé ekki björt sem stendur séu möguleikar í augsýn. „Rekstrarumhverfi sláturhúsa á Íslandi er verulega þungt og við verðum að leita allra leiða til að ná að hagræða eins og hægt er.

Ég er sannfærður um að með samvinnu um úrvinnslu og sölu á öllum hliðarafurðum sem fellur til í landinu þá opnist möguleikar til hagræðingar og bara það að geta selt vörurnar í stað þess að borga fyrir förgun, þar getum við gert betur í krafti stærðarinnar og með því er hugsanlega hægt að bæta rekstrarafkomu sláturhúsa.

Það er því miður svo að sauðfé heldur áfram að fækka og allt útlit fyrir að því fækki enn frekar og við verðum að bregðast við því og leita leiða til að gera slátrun á eins hagkvæman hátt og ef það þýðir fækkun á sláturhúsum þá er það skylda okkar að skoða alla möguleika sem eru í boði þar en gæta þess að þjónustan við bændur og aðra viðskiptamenn verði ávallt eins góð og kostur er.

Það er klárlega fullt af krefjandi verkefnum fram undan. það þarf að velta við fullt af steinum, líta í öll horn, skoða alla möguleika hvar er hægt að gera betur svo við getum skilað af okkur betri afurðum og afkomu.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...