Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Fréttir 28. september 2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að innlyksa fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gríðarlegar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga og samkvæmt veðurspá mun rigna áfram næstu daga. Búið er að koma um hundrað kindum í skjól og mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir svæðið í dag og leita eftir innlyksa fé.

„Við höfum leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að leita að fé sem er innlyksa vegna rigningarinnar og þyrlan mun fljúga yfir í dag og leita eftir því,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við Bændablaðið fyrir stuttu.

 

Hólmsá rauf varnargarða
Gríðarleg rigning hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi undanfarna daga og er spáð áframhaldandi rigningu næstu daga. Friðrik segir að vegna rigninganna hafi mikið vatn safnast fyrir. „Hólmsá rauf varnargarða í gær og vegna þess rauf vegagerðin veginn á þremur stöðum, rétt austan Hólmsár og við bæina Hólm og Árbæ á Mýrum, til að létta á vatnsflaumnum ofan við veginn til að bjarga honum og minnka tjónið.“

Þegar Bændablaðið náði tali af Friðriki í morgun var enn rok og rigning á Mýrunum. „Ég held þetta hljóti að vera vatnið sem týndist í fellibylnum í Bandaríkjunum og að það hafi hreinlega fokið hingað.“ Friðrik segir að spáð sé nokkurra klukkutíma uppstyttu í dag en að svo eigi að byrja að rigna aftur í nokkra daga.

Búið að bjarga um hundrað fjár
Björgunarsveitarmenn eru búnir að vinna sleitulaust við að bjarga fé sem hefur lokast af vegna rigninganna. „Við erum búnir að sækja hátt í hundrað fjár og koma því í skjól en vitum að það er eitthvað af fé enn úti en satt best að segja vitum ekki hversu margt það er né hvar það er. Það er ástæðan fyrir því að við óskuðum við eftir aðstoð Gæslunnar til að yfirfljúga svæðið og leita að því.“

Friðrik segist ekki vita til að matjurta- eða kartöflugarðar hafi orðið fyrir tjóni en að mikið af ræktuðu landi, aðallega tún, standi á kaf í vatni. „Líklega hefur mikið af girðingum slitnað og svo gaf nýja göngubrúin yfir Hólmsá uppi við jökul sig í vatnavöxtunum en ekki er vitað um annað tjón á brúm, vélum eða húsum enn sem komið er.“

Í morgun voru fimm björgunarsveitarmenn að störfum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar vegna rigninganna en þegar mest var voru þeir tuttugu.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...