Tilkynna á tjón vegna ágangs
Bændum ber að skila tjónamati vegna ágangs álfta og gæsa fyrir 20. október nk.
Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu er athygli bænda vakin á því að skila inn umsóknum um styrki vegna slíks tjóns rafrænt í Afurð.
„Greiddur er stuðningur vegna skemmda sem hlotist hafa af ágangi álfta og gæsa á nýrækt, við endurrækt á túnum, kornrækt og rækt annarra fóðurjurta í samræmi við ákvæði reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021,“ segir í frétt ráðuneytisins.“
Samkvæmt reglugerðinni er tjón eingöngu bætt ef það er metið meira en 30 prósent af heildarstærð ræktunarspildu. Framleiðendum ber að skila inn tjónaskýrslu innan þriggja sólarhringa frá því tjóns verður vart eða álftir og gæsir hafa haft sig á brott.