Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar
Fréttir 2. apríl 2019

Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt kortlagningu vísinda­­­manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 af núverandi dýrategundir í heiminum á mörkum þess að deyja út eða svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra.

Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun.

Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu.

Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...