Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stefán Símonarson, framkvæmdastjóri hænsnabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd, heldur hér á lífræna vottunarskjalinu frá Túni. Með honum eru Gunnar Ágúst Gunnarsson og Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnisstjóri lífrænnar ræktunar hjá Túni.
Stefán Símonarson, framkvæmdastjóri hænsnabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd, heldur hér á lífræna vottunarskjalinu frá Túni. Með honum eru Gunnar Ágúst Gunnarsson og Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnisstjóri lífrænnar ræktunar hjá Túni.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir 28. janúar 2016

Tólf þúsund lífrænt vottaðar hænur í nýju vottuðu eggjabúi Nesbús í Miklholtshelli í Flóahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eggjabúið Nesbú á Vatnsleysu­strönd fékk á mánudaginn lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni fyrir glænýtt varphænsnabú fyrirtækisins í Miklholtshelli í Flóahreppi. 
 
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og viðurkenning sem fyrirtækið er mjög stolt af, við höfum lengi unnið að þessu og nú er vottunin komin í hús, skjalfest með undirskrift sem fer í ramma og upp á vegg,“ segir Stefán Símonarson, framkvæmdastjóri hænsnabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd, sem á einnig hænsnabúið í Miklholtshelli í Flóahreppi skammt austan við Selfoss. 
 
Glænýtt lífrænt bú
 
Í búinu, sem er splunkunýtt, eru tólf þúsund lífrænar varphænur sem gefa frá sér lífræn egg. 
„Við erum fyrsta alvöru búið á Íslandi sem fáum vottun sem þessa, það eru jú áttatíu hænur á Sólheimum og Skaftholti sem eru með svona vottun en ekkert svona risabú eins og okkar,“ segir Stefán.
 
Stór áfangi fyrir landsmenn
 
 „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Nesbú og neytendur í landinu, nú geta þeir valið sér lífræn egg úti í búð, þetta er stór áfangi í okkar starfi og vil ég nota tækifærið og óska landsmönnum til hamingju með þennan merkilega áfanga, þetta er í rauninni stórviðburður á lífrænum mælikvarða,“ segir Gunnar Ágúst Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns.  
 
Nesbú er með um 80 þúsund varphænur. Hefur vöxtur fyrirtækisins verið mjög mikill síðustu ár enda starfsmennirnir orðnir um þrjátíu.
 
„Já, reksturinn gengur mjög vel, það er mikil sala í eggjum, ekki síst með auknum ferðamannastraumi til landsins. Nú verður bara spennandi að sjá hvernig neytendur taka nýju lífrænu eggjunum okkar. Þetta er tilraun sem við erum að gera sem við vonum að sjálfsögðu að muni heppnast mjög vel,“ segir Stefán, framkvæmdastjóri Nesbús. Hver landsmaður neytir að meðaltali um tíu kíló af eggjum á ári.

2 myndir:

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...