Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölublað númer 500 er komið út
Fréttir 5. október 2017

Tölublað númer 500 er komið út

Höfundur: HK / TB
Þau tímamót eru nú í rekstri Bændablaðsins að það kemur út í fimmhundraðasta sinn. Blaðið kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Í fyrsta tölublaðinu ritaði Jón Helgason, þáverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, leiðara þar sem hann sagði rökin fyrir útgáfu Bændablaðsins „að sjálfsögðu hinar miklu þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa á síðustu árum“. Síðan eru liðin 22 ár. 


Forsíða fyrsta tölublaðs Bændablaðsins - pdf þriðjudaginn 14. mars 1995
 
Auk hins hefðbundna Bændablaðs sem gefið er út í dagblaðaformi þá hefur Tímarit Bændablaðsins komið út í þrígang í tengslum við setningu Búnaðarþings og aðalfundar BÍ. Fyrsta tímaritið kom út 1. mars 2015 en nú er byrjað að kynda undir kötlum á ritstjórn Bændablaðsins vegna útgáfu fjórða árgangs Tímarits Bændablaðsins. Stefnt er að útgáfu þess við setningu Búnaðarþings 3. mars 2018.   
 
Eins og mörgum er kunnugt á nafn Bændablaðsins sér þó lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni, með Bjarna Harðarson í fararbroddi, komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2–3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík en flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. 
 
32 þúsund eintök

Frá því Bændasamtökin keyptu Bænda­blaðið og hófu útgáfu þess 1995 hefur blaðið dafnað og eflst mjög. Að jafnaði er það nú gefið út í 32 þúsund eintökum 24 sinnum á ári og blaðsíðufjöldinn yfirleitt 56 til 64 síður. Blaðinu er dreift um allt land á ríflega 420 stöðum og hefur auk þess verið sent á öll lögbýli landsins. Mun það framvegis fylgja með í aðild bænda að Bændasamtökunum Íslands, en samkvæmt lögum um félagafrelsi þá eru bændur á lögbýlum ekki lengur sjálfkrafa aðilar að samtökunum.

Þrír ritstjórar hafa starfað við Bændablaðið frá því að BÍ eignuðust það. Áskell Þórisson var sá fyrsti, þá Þröstur Haraldsson og núverandi ritstjóri er Hörður Kristjánsson.

Vefurinn bbl.is
 
Ekki má gleyma vef Bændablaðsins, bbl.is. Honum var hleypt af stokkunum árið 2007 og endurnýjaður 2014. Þar er hægt að nálgast PDF-útgáfu af blaðinu frá árinu 2003 og á vefsíðunni timarit.is frá upphafi útgáfunnar. 

Fjöldreifing með Morgunblaðinu

Þessu fimmhundraðasta tölublaði er dreift í tvöföldu upplagi að þessu sinni, alls í 62 þúsund eintökum. Á mánudaginn kemur verður því dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins í kynningarskyni. 


Tölublað nr. 100
Blaðið er aðgengilegt á www.timarit.is



Tölublað nr. 200

Blað nr. 300


Tölublað nr. 400


Tölublað nr. 500

 
Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...