Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölublað númer 500 er komið út
Fréttir 5. október 2017

Tölublað númer 500 er komið út

Höfundur: HK / TB
Þau tímamót eru nú í rekstri Bændablaðsins að það kemur út í fimmhundraðasta sinn. Blaðið kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Í fyrsta tölublaðinu ritaði Jón Helgason, þáverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, leiðara þar sem hann sagði rökin fyrir útgáfu Bændablaðsins „að sjálfsögðu hinar miklu þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa á síðustu árum“. Síðan eru liðin 22 ár. 


Forsíða fyrsta tölublaðs Bændablaðsins - pdf þriðjudaginn 14. mars 1995
 
Auk hins hefðbundna Bændablaðs sem gefið er út í dagblaðaformi þá hefur Tímarit Bændablaðsins komið út í þrígang í tengslum við setningu Búnaðarþings og aðalfundar BÍ. Fyrsta tímaritið kom út 1. mars 2015 en nú er byrjað að kynda undir kötlum á ritstjórn Bændablaðsins vegna útgáfu fjórða árgangs Tímarits Bændablaðsins. Stefnt er að útgáfu þess við setningu Búnaðarþings 3. mars 2018.   
 
Eins og mörgum er kunnugt á nafn Bændablaðsins sér þó lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni, með Bjarna Harðarson í fararbroddi, komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2–3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík en flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. 
 
32 þúsund eintök

Frá því Bændasamtökin keyptu Bænda­blaðið og hófu útgáfu þess 1995 hefur blaðið dafnað og eflst mjög. Að jafnaði er það nú gefið út í 32 þúsund eintökum 24 sinnum á ári og blaðsíðufjöldinn yfirleitt 56 til 64 síður. Blaðinu er dreift um allt land á ríflega 420 stöðum og hefur auk þess verið sent á öll lögbýli landsins. Mun það framvegis fylgja með í aðild bænda að Bændasamtökunum Íslands, en samkvæmt lögum um félagafrelsi þá eru bændur á lögbýlum ekki lengur sjálfkrafa aðilar að samtökunum.

Þrír ritstjórar hafa starfað við Bændablaðið frá því að BÍ eignuðust það. Áskell Þórisson var sá fyrsti, þá Þröstur Haraldsson og núverandi ritstjóri er Hörður Kristjánsson.

Vefurinn bbl.is
 
Ekki má gleyma vef Bændablaðsins, bbl.is. Honum var hleypt af stokkunum árið 2007 og endurnýjaður 2014. Þar er hægt að nálgast PDF-útgáfu af blaðinu frá árinu 2003 og á vefsíðunni timarit.is frá upphafi útgáfunnar. 

Fjöldreifing með Morgunblaðinu

Þessu fimmhundraðasta tölublaði er dreift í tvöföldu upplagi að þessu sinni, alls í 62 þúsund eintökum. Á mánudaginn kemur verður því dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins í kynningarskyni. 


Tölublað nr. 100
Blaðið er aðgengilegt á www.timarit.is



Tölublað nr. 200

Blað nr. 300


Tölublað nr. 400


Tölublað nr. 500

 
Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...