Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október á ýmsum stöðum innan Suðurlands.

Frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðalmiðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg sem staðsett er skammt austan við Selfoss.

Mikið verður um að vera enda vikan hugsuð til þess að gera íslensku ullinni hátt undir höfði. Er gestum meðal annars boðið á sauðfjárlitasýningu, hægt verður að kíkja í litunarpotta Hespuhússins á Selfossi, njóta fræðslu í formi fyrirlestra og heimsókna í ýmsar vinnustofur víðs vegar um svæðið, auk þess að líta við á markaðstorginu sem verður haldið ásamt kaffihúsi á Þingborg. Smáspunaverksmiðjan Uppspuni opnar dyr sínar gestum en þar fara fram bæði námskeið og viðburðir sem eru frekar auglýstir á vefsíðu UIlarvikunnar, www.ullarvikan.is. Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir vinnustofurnar, en allar almennar upplýsingar eru þar vandlega fram settar.

Að Ullarvikunni standa Feldfjárbændur, Spunasystur, Uppspuni, Þingborgarkonur ásamt fleiri aðilum og því um að gera að taka sér tíma og kíkja í sveitina.

Guðný Sörenge Sigurðardóttir, ein Þingborgarkvenna, glöð í bragði.

Skylt efni: Þingborg | Ullarvika

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...

Kettir mega ekki vera á flækingi
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýl...

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu
Fréttir 28. ágúst 2024

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu

Stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árs...

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...

Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að au...

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal
Fréttir 27. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjöls...

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.