Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október á ýmsum stöðum innan Suðurlands.

Frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðalmiðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg sem staðsett er skammt austan við Selfoss.

Mikið verður um að vera enda vikan hugsuð til þess að gera íslensku ullinni hátt undir höfði. Er gestum meðal annars boðið á sauðfjárlitasýningu, hægt verður að kíkja í litunarpotta Hespuhússins á Selfossi, njóta fræðslu í formi fyrirlestra og heimsókna í ýmsar vinnustofur víðs vegar um svæðið, auk þess að líta við á markaðstorginu sem verður haldið ásamt kaffihúsi á Þingborg. Smáspunaverksmiðjan Uppspuni opnar dyr sínar gestum en þar fara fram bæði námskeið og viðburðir sem eru frekar auglýstir á vefsíðu UIlarvikunnar, www.ullarvikan.is. Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir vinnustofurnar, en allar almennar upplýsingar eru þar vandlega fram settar.

Að Ullarvikunni standa Feldfjárbændur, Spunasystur, Uppspuni, Þingborgarkonur ásamt fleiri aðilum og því um að gera að taka sér tíma og kíkja í sveitina.

Guðný Sörenge Sigurðardóttir, ein Þingborgarkvenna, glöð í bragði.

Skylt efni: Þingborg | Ullarvika

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...