Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október á ýmsum stöðum innan Suðurlands.

Frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðalmiðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg sem staðsett er skammt austan við Selfoss.

Mikið verður um að vera enda vikan hugsuð til þess að gera íslensku ullinni hátt undir höfði. Er gestum meðal annars boðið á sauðfjárlitasýningu, hægt verður að kíkja í litunarpotta Hespuhússins á Selfossi, njóta fræðslu í formi fyrirlestra og heimsókna í ýmsar vinnustofur víðs vegar um svæðið, auk þess að líta við á markaðstorginu sem verður haldið ásamt kaffihúsi á Þingborg. Smáspunaverksmiðjan Uppspuni opnar dyr sínar gestum en þar fara fram bæði námskeið og viðburðir sem eru frekar auglýstir á vefsíðu UIlarvikunnar, www.ullarvikan.is. Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir vinnustofurnar, en allar almennar upplýsingar eru þar vandlega fram settar.

Að Ullarvikunni standa Feldfjárbændur, Spunasystur, Uppspuni, Þingborgarkonur ásamt fleiri aðilum og því um að gera að taka sér tíma og kíkja í sveitina.

Guðný Sörenge Sigurðardóttir, ein Þingborgarkvenna, glöð í bragði.

Skylt efni: Þingborg | Ullarvika

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...