Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2023

Um 28 þúsund færri lömbum slátrað í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar í haust miðað við á síðasta ári. Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra, og er þetta í annað skiptið sem meðalfallþungi fer yfir 17 kíló, en árið 2021 var meðalfallþungi 17,40 kíló.

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar er samdráttur í kjötframleiðslu um 200 tonn á milli ára.

Heldur færri fullorðnar ær

Einar Kári Magnússon, sem hefur yfirumsjón með kjötmati hjá Matvælastofnun, segir að heldur færri fullorðnar ær hafi komið til slátrunar í haust miðað við síðustu haust.

„Þrátt fyrir það má nokkuð örugglega búast við áframhaldandi samdrætti í framleiðslu næsta haust, en erfitt er að setja fram nákvæm framleiðsluspá fyrr en ásetningstölur haustsins liggja fyrir,“ segir hann.

Góðar meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu

Í haust komu rúmir 418 þúsund dilkar til slátrunar, en á síðasta ári voru þeir um 446 þúsund. Á milli áranna 2021 og 2022 var fækkun sláturlamba um 19 þúsund.

Meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu voru hærri en á undanförnum árum. Einkunn fyrir fitu var að meðaltali 6,62 og fyrir gerð 9,58.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...