Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2023

Um 28 þúsund færri lömbum slátrað í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar í haust miðað við á síðasta ári. Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra, og er þetta í annað skiptið sem meðalfallþungi fer yfir 17 kíló, en árið 2021 var meðalfallþungi 17,40 kíló.

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar er samdráttur í kjötframleiðslu um 200 tonn á milli ára.

Heldur færri fullorðnar ær

Einar Kári Magnússon, sem hefur yfirumsjón með kjötmati hjá Matvælastofnun, segir að heldur færri fullorðnar ær hafi komið til slátrunar í haust miðað við síðustu haust.

„Þrátt fyrir það má nokkuð örugglega búast við áframhaldandi samdrætti í framleiðslu næsta haust, en erfitt er að setja fram nákvæm framleiðsluspá fyrr en ásetningstölur haustsins liggja fyrir,“ segir hann.

Góðar meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu

Í haust komu rúmir 418 þúsund dilkar til slátrunar, en á síðasta ári voru þeir um 446 þúsund. Á milli áranna 2021 og 2022 var fækkun sláturlamba um 19 þúsund.

Meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu voru hærri en á undanförnum árum. Einkunn fyrir fitu var að meðaltali 6,62 og fyrir gerð 9,58.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...