Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undafífill nefndur eftir David Attenborough
Fréttir 9. febrúar 2015

Undafífill nefndur eftir David Attenborough

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áður ógreind tegund af undafífli sem fannst í suður Wales fyrir skömmu hefur verið nefndur í höfuðið á sjónvarpsmanninum og náttúrufræðikennara heimsins David Attenborough og heitir hér eftir því þjála nafni Hieracium attenboroughianum.

Plöntur og dýr sem nefnd eru eftir Attenborough er nokkur og má þar nefna asíska kjötætuplöntu, ástralska smá könguló, engisprettu í Dóminíska lýðveldinu, snjáldru í Nýju Gíneu, útdauðan fisk og risaeðlu. Reyndar er til heil ættkvísl plantna sem vex í Gabon í Afríku sem nefnd er í höfuðið á honum. Undafífillinn er fyrsta plantan sem vex á Bretlandseyjum sem nefnd eftir honum.

Grasa- og flokkunarfræðingurinn Tim Rich sem fann fífilinn fyrir tíu árum en það var ekki fyrr en nú að staðfest var að um áður ógreinda tegund væri að ræða.  Ástæðan fyrir því að Rich nefndi plöntuna í höfuðið á Attenborough er sú að hann vildi heiðra manninn sem vakti áhuga hans á náttúrufræði.

Í viðtali vagna nafngiftarinnar sagðist Attenborough vera bæði ánægður og stoltur með að svo falleg planta væri nefnd eftir sér.
 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...