Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undafífill nefndur eftir David Attenborough
Fréttir 9. febrúar 2015

Undafífill nefndur eftir David Attenborough

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áður ógreind tegund af undafífli sem fannst í suður Wales fyrir skömmu hefur verið nefndur í höfuðið á sjónvarpsmanninum og náttúrufræðikennara heimsins David Attenborough og heitir hér eftir því þjála nafni Hieracium attenboroughianum.

Plöntur og dýr sem nefnd eru eftir Attenborough er nokkur og má þar nefna asíska kjötætuplöntu, ástralska smá könguló, engisprettu í Dóminíska lýðveldinu, snjáldru í Nýju Gíneu, útdauðan fisk og risaeðlu. Reyndar er til heil ættkvísl plantna sem vex í Gabon í Afríku sem nefnd er í höfuðið á honum. Undafífillinn er fyrsta plantan sem vex á Bretlandseyjum sem nefnd eftir honum.

Grasa- og flokkunarfræðingurinn Tim Rich sem fann fífilinn fyrir tíu árum en það var ekki fyrr en nú að staðfest var að um áður ógreinda tegund væri að ræða.  Ástæðan fyrir því að Rich nefndi plöntuna í höfuðið á Attenborough er sú að hann vildi heiðra manninn sem vakti áhuga hans á náttúrufræði.

Í viðtali vagna nafngiftarinnar sagðist Attenborough vera bæði ánægður og stoltur með að svo falleg planta væri nefnd eftir sér.
 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...